Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 60
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
er föðursystir Sigurveigar. Þaðan flutti hún vestur á
Strönd og gerðist ráðskona hjá Bjarna G. Gíslasyni í
Marietta, sem þá var einn sins liðs. Árið 1919 fór hún
heiin til fslands með son sinn Sigurð, og var þar
kringum þrjú ár. Árið 1922 kom hún vestur aftur
með öll börnin, og fór al'tur sem ráðskona til Bjarna
í Marietta, og hefir verið þar að mestu síðan. Þar
misti hún son sinn Njál úr tæringu árið 1926, hið
hezta mannsefni. Nú býr hún með börnum sínum
á heimili Bjarna, sem eru hin myndarlegustu. Þeim
líður öllum saman vel, þrátt fyrir örðugleika breyti-
legrar lífsreynslu Bjarna og Sigurveigar sitt á hvern
hátt, og þó ekki óskilt. Sigurveig er vel gefin kona,
skynsöm og höfðingi i lund.
SÆMUNDUR GISLASON Sæmundssonar er
fæddur 18. okt. 1861, að Hóli á Melrakkasléttu í Þing-
eyjarsýslu. Hann er bróðir Þórarins Sæmundssonar
í Blaine (Sjá Alm. ó. S. Th., Blaine þætti 1929). Hann
var með foreldrum sínum þangað til hann var 18 ára.
Fór þá austur á Fljótsdal á Héraði og var þar tiu ár.
Vestur um haf 1889 — þá til Calgary, Alberta. Kom
til Seattle, Washington í marz 1893. Kvæntist í jan-
úar 1895, Ingunni Ivristjánsdóttur, ættaðri úr Húna-
vatnssýslu. Flutti til Bellingham litlu seinna, og
þaðan til Marietta skömmu fyrir aldamótin. Keypti
þar landblett, nokkrar lóðir, og hefir búið þar síðan.
Þeim hjónum varð sjö barna auðið; dóu tvö í æ&ku,
en fimm náðu fullorðinsaldri. Þau eru: Vilborg, gift
hérlendum manni, nú látin; Þórdís Beck í Marietta;
Baldvin heima hjá föður sínum; Margrét Banth í
Vancouver, B.C., og Gestur, dáinn 29. ágúst 1932.
Ingunn er og löngu dáin.
Sæmundur er greindur, lesinn og minnugur karl.
Einkum er hann vel h'eima í sögu þessarar þjóðar.
Getur hann þulið öll ártöl við forsetaskifti Banda-
ríkjanna síðan hann kom til þessa lands og áhrif
þeirra á hag lands og þjóðar á hvern veg, sem farið