Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 48
48
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
kvenna, sem var annaðhvort með eða þá eindregið
á móti. Annaðhvort vinur eða óvinur. Skapgerðin
hrein og ákveðin og aðstaða hennar til manna og
málefna ákveðin, djörf og opinská.
íslendingar þeir, sem i Framfarafélagið gengu,
báru flestir liitið úr býtum efnalega eftir verzlunar-
tiiraunir félagsins; samt átti Kristrún tvær bygginga-
lóðir á Ross stræti, nú Ross Avie., skamt fyrir austan
Nina stræti, nú Sherbrook stræti, þegar félagið var
nauðbeygt lil að hætta fasteignaverzluninni. Á annari
þessari lóð bygði Kristrún sér íveruhús og stendur
það enn í dag, og mun það vera annað íveruhúsið,
sem /slendingar reistu í þessari borg. Fyrsta ibúðar-
húsið eða heimili, er fslendingar reistu í Winnipeg,
bygði Helgi Jónsson útgefandi Lcifs á McWilliam str.
nú Pacific Ave., rétt fyrir vestan Isabella stræti, og
stendur það húis einnig ennþá. Þriðja islenzka
heimilið, sem bygt var í Winnipeg, var bygt á Young
stræti, á milli Notre Dame og Ellice, af Guðrúnu
Jónsdóttur frá Máná, siðar konu Kristins Stefáns-
sonar skálds.
Kristrún var ein af stofnendum fyrsta islenzka
kvenfélagsins, sem stofnað var í Winnipeg, og at-
kvæðamikil og atorkusöm í inálum þess á meðan það
starfaði. Aðalverkefni þess félags var líknarstarf, á
meðal sjúkra og umkomulausra íslendinga i Winni-
peg. Einn áberandi þáttur af starl'i þess félags var
að taka á móti og hlynna að nýkomnum íslendingum
frá íslandi, og gengu félagskonur svo fram á þeim
vettvang, að eftirtekt og aðdáun vakti hjá yfirum-
sjónarmanni innflutningsmálanna í Winnipeg eins og
eftirfylgjandi bréf ber með sér:
Herra B. L. Baldvinsson, Winnipeg 6. sept. 1883.
Forseti slendingafélagsins,
Winnipeg.
Kæri herra! Leyfið mér að votta kvenfélaginu
islenzka í Winnipeg alúðarþakklæti mitt, fyrir hina