Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 23
ALMANAK 1943
23
Olger B. Burtness, síðar þjóðþingmann (Congress-
man), sem islendingum er að góðu kunnur af happa-
sælum afskiftum hans í sambandi \úð standmyndina
af Leifi heppna, sem Bandaríkin gáfu íslandi 1930.
Á þessum árum, sem Svembjörn átti heima í Grand
Forks (1913-1921), flutti hann einnig fyrirlestra um
stjórnfræði og lögfræði við ríkisháslcóla Norður-
Dakota. önnur mikilsháttar störf hafði hann jafn-
framt með höndum á þessu tímabili. Arin 1915-1917
var hann lögfræðilegur ráðunautur ríkisþingsins um
undirbúning lagafrumvarpa, en eftirfarandi Iþrjú ár
gerðarmaður (Beferee) við gjaldþrota-skiftadeild
alríkisdómstólsins í Norður-Dakota.
Fram að þessum tíma hafði Sveinbjarnar þó eigi
gætt mikið beinlínis í stjórnmálum í Norður-Dakota,
en nú var þess ekki langt að biða, að áhrif hans
yrðu þar víðtæk og ákvarðandi á marga lund. Haust-
ið 1921 var hann kosinn dómsmálaráðherra (Attorney
General) þar i rikinu og gegndi þvi embætti til árs-
loka 1922, en varð þá dómari í hæztarétti ríkisins,
en í það embætti hafði hann verið kosinn við almenn-
ar kosningar ;þá um haustið fyrir kjörtímabilið 1922-
1928. í báðum þessum embættum þótti hann rögg-
samur og réttsýnn, og má því fyllilega ætla, að hann
hefði skipað dóinarasessinn um lengra skeið en raun
varð á. En fræðimannshneigðin íslenzka, sem hann
er gæddur i rikum mæli, mun ekki sizt hafa verið því
valdandi, að hann lét af starfi sinu sem hæztaréttar-
dómari árið 1926, tveim árum áður en kjörtímabil
hans var útrunnið, og varð prófessor í lögum \dð
rikisháskölann í Illinois og jafnframt lögfræðilegur
ráðunautur háskólans. Hefir hann gegnt því em-
bætti síðan.
En jafnhliða lagakenslunni og lögfræðilegu
starfi í þágu háskólans, hefir hann haft með höndum
ábvrgðar- og umfangsmikil umboðsstörf fyrir land-
stjórnina í Bandaríkjunum. Vorið 1935 valdi Roose-
velt forseti hann til þess að hafa yfirumsjón með