Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Page 23

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Page 23
ALMANAK 1943 23 Olger B. Burtness, síðar þjóðþingmann (Congress- man), sem islendingum er að góðu kunnur af happa- sælum afskiftum hans í sambandi \úð standmyndina af Leifi heppna, sem Bandaríkin gáfu íslandi 1930. Á þessum árum, sem Svembjörn átti heima í Grand Forks (1913-1921), flutti hann einnig fyrirlestra um stjórnfræði og lögfræði við ríkisháslcóla Norður- Dakota. önnur mikilsháttar störf hafði hann jafn- framt með höndum á þessu tímabili. Arin 1915-1917 var hann lögfræðilegur ráðunautur ríkisþingsins um undirbúning lagafrumvarpa, en eftirfarandi Iþrjú ár gerðarmaður (Beferee) við gjaldþrota-skiftadeild alríkisdómstólsins í Norður-Dakota. Fram að þessum tíma hafði Sveinbjarnar þó eigi gætt mikið beinlínis í stjórnmálum í Norður-Dakota, en nú var þess ekki langt að biða, að áhrif hans yrðu þar víðtæk og ákvarðandi á marga lund. Haust- ið 1921 var hann kosinn dómsmálaráðherra (Attorney General) þar i rikinu og gegndi þvi embætti til árs- loka 1922, en varð þá dómari í hæztarétti ríkisins, en í það embætti hafði hann verið kosinn við almenn- ar kosningar ;þá um haustið fyrir kjörtímabilið 1922- 1928. í báðum þessum embættum þótti hann rögg- samur og réttsýnn, og má því fyllilega ætla, að hann hefði skipað dóinarasessinn um lengra skeið en raun varð á. En fræðimannshneigðin íslenzka, sem hann er gæddur i rikum mæli, mun ekki sizt hafa verið því valdandi, að hann lét af starfi sinu sem hæztaréttar- dómari árið 1926, tveim árum áður en kjörtímabil hans var útrunnið, og varð prófessor í lögum \dð rikisháskölann í Illinois og jafnframt lögfræðilegur ráðunautur háskólans. Hefir hann gegnt því em- bætti síðan. En jafnhliða lagakenslunni og lögfræðilegu starfi í þágu háskólans, hefir hann haft með höndum ábvrgðar- og umfangsmikil umboðsstörf fyrir land- stjórnina í Bandaríkjunum. Vorið 1935 valdi Roose- velt forseti hann til þess að hafa yfirumsjón með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.