Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 70
HELZTU VIÐBURÐIR.
meðal íslendinga í Vesturheimi
— 1941 —
8. nóv.—Hlaut Edward J. Thorlakson, háskóla-
kennari í mælskufræði í Brooklyn College, New York
City, doktorsnafnhót (Ph.D.) fyrir ritgerð sina: “The
Parliamentary Speaking of Jon Sigurdsson” (Þing-
mælska Jóns Sigurðssonar) við Northwestern Uni-
versity, Evanston, Illniois. Er það ítarleg greinar-
gerð, um 400 vélritaðar blaðsiður.
11. des.—Samþykt á íundi stjórnarnefndar Mani-
toba háskóla (University of Manitoba) stofnun verð-
launasjóðs dr. ólafs Björnssonar (O. Bjornson Prize);
höfðu dætur ólafs læknis, þær Margaret Anna (Mrs.
A. H. Adamson) og Winnifred Edith Surrey, gefið fé
til myndunar þessa sjóðs til minningar um föður
sinn; skal árlega veitt úr sjóðnum $25.00 fjárupphæð
fyrir bezta ritgerð um Shakespeare og verk hans.
Hafði ólafur læknir hinar mestu mætur á ritum hins
brezka skáldjöfurs bæði á frummálinu og í íslenzk-
um þýðingum.
Des.—í þeim mánuði fór hinn nafnkunni vestur-
íslenzki listmálari, Emile Walters, til fslands á veg-
um Bandaríkjastjórnar.
Des.—-Um miðjan þann mánuð fór dr. Thorberg-
ur Thorvaldson, forseti canadiska fræðafélagsins
“Canadian Institute of Chemistry,” fyrirlestraferð um
Austur Canada; flutti hann fyrirlestra á mörgum
háskólum og öðrum vísindastofnunum, meðal annars
um hinar merkilegu rannsóknir sínar í efnafræði, við
ágætan orðstír.
Des.—Opinbert gert, að dr. Vilhjálmur Stefáns-