Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 56
56
ÓLAFUR S. THORGEmSSON:
ríki þeirra og virðingu. Heimili þeirra hjóna var
heimkynni farsældar, gestrisni og gleði, þrátt fyrir
fullan skerf af alvöru lífsins. Þau voru góðir ná-
grannar og áttu því góða granna. En nú er þar skarð
fyrir skildi, því Jón er dáinn — lézt 15. nóv. 1928.
Síðan hefir Björg búið þar, og séð börn og stjúpbörn
smátt og smátt tínast að heiman — byggja sín eigin
hreiður, þar sem hentast lætur. Samt er hún heima
þá gesti ber að garði. En tómlegra gerist nú kringum
hana. Samt er Herbert enn heima, þegar atvinna
hans leyfir heimaveru.
Ekki þarf að taka það frarn, að börnin voru öll
vel gefin. Þau gátu ekki verið annað.
GUNNAR HóLM — Hann er fæddur á Kóreks-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá þ. 12. nóv. 1867. For-
eldrar hans voru Jóhannes hóndi Sveinsson og Soffía
Vilhjálmsdóttir frá Hjartarstöðum i sömu sveit og
sýslu. Móðir Soffíu var Guðný Gunnarsdóttir. Voru
þau séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað og
Soffia systkinabörn. Gunnar ólst upp með foreldr-
um sínum og kom með þeim vestur um haf árið 1885.
Settust þau að í Minneota, Minn. Var sú bygð þá
fullnumin, svo þau hjón keyptu land um 6 milur frá
bænum Minneota. Gunnar var einn af sjö bræðrum,
þrir dóu í æsku, hinir auk Gunnars voru Vilhjálmur,
Sveinn og Gunnlaugur. Sveinn kvæntist þar í bygð
og bjó á landi foreldra sinna, þar til hann lézt. Jón
Gunnlaugur dó síðasta fimtudag í nóv. 1922 — hinn
merkasti maður. (Sjá Tímarit Þjóðræknisfél. 1926).
Vilhjálmur fluttist vestur að hafi og býr á landi sinu
nokkrar mílur frá Blaine. Hann er ókvæntur.
Gunnar Hólm var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Jónína Rósa Jónsdóttir Jónssonar frá Papey.
Þau hjón fluttu vestur á Strönd og settust að i Mari-
etta, Washington, árið 1900. Iveyptu þar 20 ekrur af
landi; við það bætti Gunnar seinna 5 ekrurn. Landið
var alt i skógi, er liann fékk það, en er nú rutt og