Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Page 56

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Page 56
56 ÓLAFUR S. THORGEmSSON: ríki þeirra og virðingu. Heimili þeirra hjóna var heimkynni farsældar, gestrisni og gleði, þrátt fyrir fullan skerf af alvöru lífsins. Þau voru góðir ná- grannar og áttu því góða granna. En nú er þar skarð fyrir skildi, því Jón er dáinn — lézt 15. nóv. 1928. Síðan hefir Björg búið þar, og séð börn og stjúpbörn smátt og smátt tínast að heiman — byggja sín eigin hreiður, þar sem hentast lætur. Samt er hún heima þá gesti ber að garði. En tómlegra gerist nú kringum hana. Samt er Herbert enn heima, þegar atvinna hans leyfir heimaveru. Ekki þarf að taka það frarn, að börnin voru öll vel gefin. Þau gátu ekki verið annað. GUNNAR HóLM — Hann er fæddur á Kóreks- stöðum í Hjaltastaðaþinghá þ. 12. nóv. 1867. For- eldrar hans voru Jóhannes hóndi Sveinsson og Soffía Vilhjálmsdóttir frá Hjartarstöðum i sömu sveit og sýslu. Móðir Soffíu var Guðný Gunnarsdóttir. Voru þau séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað og Soffia systkinabörn. Gunnar ólst upp með foreldr- um sínum og kom með þeim vestur um haf árið 1885. Settust þau að í Minneota, Minn. Var sú bygð þá fullnumin, svo þau hjón keyptu land um 6 milur frá bænum Minneota. Gunnar var einn af sjö bræðrum, þrir dóu í æsku, hinir auk Gunnars voru Vilhjálmur, Sveinn og Gunnlaugur. Sveinn kvæntist þar í bygð og bjó á landi foreldra sinna, þar til hann lézt. Jón Gunnlaugur dó síðasta fimtudag í nóv. 1922 — hinn merkasti maður. (Sjá Tímarit Þjóðræknisfél. 1926). Vilhjálmur fluttist vestur að hafi og býr á landi sinu nokkrar mílur frá Blaine. Hann er ókvæntur. Gunnar Hólm var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Rósa Jónsdóttir Jónssonar frá Papey. Þau hjón fluttu vestur á Strönd og settust að i Mari- etta, Washington, árið 1900. Iveyptu þar 20 ekrur af landi; við það bætti Gunnar seinna 5 ekrurn. Landið var alt i skógi, er liann fékk það, en er nú rutt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.