Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 46
46
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
bænduni sínum. Þetta vitna eg eftir beztu samvizku
minni.
K. V. J. Kjærnesteid.
Kristrún Slvednungadóttir, sem hjá mér hefir
dvalið næstliðin 2 ár, er fróm og ráðvönd, í bezta
lagi vinnandi, þrifin og velvirik og er þvi með góðum
vitnisburði héðan vikin.
Neðstalandi 14. maí 1866.
Hr. Kristjánsson.
í bréfi frá frú Hólmfríði á Bægisá frá 21. des.
1901 stendur: “Hjartanlega þakka eg þér fyrir elsku-
legt og gott bréf frá í ágúst í sumar. Þú getur ekki
trúað hvað vænt mér þótti um það. Eg finn í því þina
fágætu óslítandi trygð við mig og mína, þá elsku og
trúfesti, sem svo fáum er gefin.”
Árið 1876 fluttist Kristrún ásamt dóttur sinni
Svövu til Ameriku og kom til Winnipeg i ágústmán-
uði það ár, og var þá sizt til setu boðið, því auk
daglegu þarfanna, sem allir verða að sinna, var
Kristrún í $60.00 skuld, sem hún hafði orðið að
hleypa sér í heima á íslandi til vesturfararinnar.
Hún réðst því i vist á gestgjafaihúsi i Winnipeg undir
eins og hún kom að heiman, ifyrir tiu dollara laun
um mánuðinn, og vann í þeirri vist fram á vor 1877.
Var ihún þá búin að borga skuld sína að fullu og var
þá ofurlítið hægara til umsvifa fyrir henni. Hún
hafði að vísu enga ástæðu til að kvarta, vistin á gest-
gjafahúsinu var sæmileg og launin betri en hún hafði
átt að venjast heima á ættlandinu. Þó var hún ekki
ánægð. Það hiefir liklega vakað sama þráin í huga
hennar og einkent hefir hinn norræna ættbálk frá
því fyrst fóru sögur af honum, og sem brann í sálum
allra Islendinga, sem að vestur komu — sú þrá að
vera ekki undirlægjur annara — sú þrá, að eiga
sig sjálfir, hugsanir sinar, orð sín og að vera verk-