Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 108
108
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
og tengdasonar, Fred Erlendson og konu hans, I Hensel-
bygS í N.-Dakota. Fæddur 22. okt. 1860 á Kleif í Skaga-
firði. Foreldrar: Jón Sigurðsson og María porkelsdóttir.
Fluttist til Ameríku árið 1911 og átti jafnan heima I
N.-Dakota.
7. Stephan Stephanson Hrútfjörð, I Winnipeg. Fæddur að
Húki I Miðfirði I Húnavatnssýslu. Foreldrar: Stefán
Gunnlaugsson og Karolína Bjarnadóttir. Kom til Canada
sumarið 1882. Bóndi Qg um skeið póstafgreiðslumaður
að Vogar, Man., stundaði einnig greiðasölu I Winnipeg
og víðar.
10. Hreinn H. Goodman, einn af frumherjum Piney-bygðar
I Manitoba, að heimili sínu þar I sveit. Ættaður úr Rangár-
vallasýslu, en kom vestur um haf árið 1900.
15. Mekkín Jónsdóttir, kona Guðmundar Guðmundssonar, að
heimili sínu á Borg I grend við Lundar, Man. Fædd á
Surtsstöðum I Jökulsárhlíð I Norður-Múlasýslu 6. marz
1864. Foreldrar: Jón porsteinsson og Mekkín Jónsdóttir.
Kom til Ameríku með manni sínum 1893. (Sjá umsögn
um þau I þáttum um Álptavatns-bygð hér að framan
I ritinu).
17. Hjörtur Guðmundsson, frumherji I Árnes-bygðinni I
Nýja-íslandi, aðl heimili sínu þar I sveit. Fæddur 27. sept.
1853 1 Gerðakoti 1 Gullbringusýslu. Foreldrar: Guðmundur
porkelsson og Guðrún Einarsdóttir. Kom vestur um haf
til Nýja-íslands 1899. Kunnur fyrir tónsmíðar slnar.
19. Hermanla Kristín Björg Johnson, að heimili sínu I grend
við Hensel, N.-Dakota. Fædd 17. sept. 1868 á Aðalbóli I
Jökuldal I Norður-Múlasýslu. Foreidrar: Guðni porsteins-
son og Aðalbjörg Jðnsdóttir. Kristln og maður hennar
Haraldur .Tohnson (d. 1932), höfðu um langt skeið búið
I Hensel-bygð.
19. Guðmundur Friðgeir Einarsson smiður, að heimiii sínu
á Gimli, Man. Fæddur 12. mal 1892 I grend við ísafjörð.
Foreldrar: Einar Guðmundsson og Guðbjörg Guðmunds-
dóttir, bæði ættuð úr Álftafirði I ísafjarðarsýslu. Kom tii
Canada með foreldrum slnum 1897.
24. Victor Valtýr Freeman skógræktarfræðingur, I bílslysi
milli Upham og Bottineau I N.-Dakota. Fæddur I gremi
við Upham 27. nóv. 1906. Foreldrar: Guðmundur og Guð-
björg Freeman, landnemar þar I bygð. (Sjá um þau
þáttu íslendinga á þeim slóðum, AlmanaJciö 1913). Kennan
á Búnaðarskólanum I Bottineau síðan 1936.
26. Thorsteinn Johnson, er lengi hafði átt heima I Piney,
Man., á St. Boniface sjúkrahúsinu I Winnipeg. Fæddur
I Digurholti I Einholtssókn I Hornafirði 1 Austur-Skafta-