Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 72
72
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
29. jan.—Stýrði Frank Thorolfson, hljómfræð-
ingur og tónskáld, fyrsta sinni University Students’
Symphony hijómsveitinni í Winnipeg i hljómleika-
sal borgarinnar og fóru sönglistardómarar dagblað-
anna þar hinum lofsamlegustu orðum um söngstjórn
hans og túlkun á viðfangsefnunum.
1. febr.—JÞjóðræknisdeildin “Fjallkonan” í Wyn-
yard hélt virðulega minningarathöfn, er helguð var
sérstakleg'a tveim af stofnendum deildarinnar, þeim
ólafi Hall og Sigurjóni Eiríksson; hafði hinn fyr-
nefndi einnig verið hókavörður deildarinnar frá
byrjun. Sigurður Johnson, forseti deildarinnar,
stýrði minningarathöfn þessari.
2. febr.—Átti landnámisforinginn og athafnamað-
urinn Sigtryggur Jónasson niræðisafmæli. Hann
andaðist siðar á árinu. (Smhr. “Mannalát” hér í rit-
inu).
6. febr.—Var Walter J. Lindal, K.C., héraðsrétt-
ardómara, haldið fjölment og tilkomumikið samsæti.
Stóð Þjóðræknisfélag yngri íslendinga í Winnipeg
að mannfagnaði þessum, ásámt með öðrum íslenzk-
um félögum þar í borg.
8. febr.—Séra Carl J. Olson, er verið hafði prest-
ur íslenzkra lúterskra safnaða í Saskatchewan, kos-
inn preslur Lúterska safnaðarins (First United Luth-
eran Ghurch) í Flin Flon, Manitoba. Hóf hann starf
sitt þar stuttu siðar.
Fehr.—Audrey Friðfinnsson kosin forseti (Lady
Stick) nemendafélags kvenna á The United Colleges
í Winnipeg. Hún er dóttir þeirra William og Berthu
Friðfinnsson þar í borginni, og er faðir liennar fyrir
stuttu látinn. (Smbr. Almanak 1942).
23.-25. fehr.—Þjóðræknisfélagið liélt 23. ársþing
sitt i Winnipeg við mikla aðsókn bæði á þingfund-
um og samkomum í samhandi við þingið. Dr. Richard
Beck var endurkosinn forseti. Á fundi stjórnar-