Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 74
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lúterska kirkju í Canada (“Lutherans in Canada’’).
Er hók þessi (enn í handriti) fyrsta heildaryfirlit yfir
sögu lúterskra manna í landi þar.
18. apríl—Hlaut Birgir Halldórsson (sonur Mrs.
Ingibjargar Lindal Halldórsson í Saskatoon, Sask.)
hæstu einkunn í hljómlistarsamkeppni Manitoba-
fylkis, þeirra, sem kepptu í óperusöngflokknum. Sið-
ar á sumrinu lagði þessi ungi og óvenjulega efnilegi
söngmaður leið sína ti! New York til sönglistarnáms.
25. apríl—Séra Albet E. Kristjánsson, í Blaine,
Wasihington, haldið veglegt samsæti í tilefni af 65
ára afmæli hans. Stóð söfnuður hans á þeim slóðum
og “Jón Trausti,” lestrarféiag bygðarinnar, að sam-
sætinu. Hefir séra Albert um langt skeið staðið
mjög framarlega í félagsmálum íslendinga vestan hafs
og er, meðal annars, fyrverandi forseti Þjóðræknis-
félagsins.
Apríl—Blaðafregnir skýra frá því, að Joseph
Björn Skaptason (sonur Hallsteins og önnu Skapta-
son í Argyle, Man.) hafi stuttu áður lokið doktors-
prófi (Plh.D.) i vísindum á Cornell-háskóla í Ilhaca,
N.Y. Lagði hann sérstaklega stund á jurtasýkla-fræði
(Plant Pathology) og var jafnframt náminu aðstoð-
arkennari; hefir hann glæsilegan námsferil að baki
og er hinn efnilegasti vísindamaður.
Apríl—'f þeim mánuði tilkynt, að fslendingafé-
lagið í New Yonk hefði ákveðið að gerast sambands-
deild Þjóðraíknisfélagsins. Var það Árni G. Eggert-
son, K.C., lögfræðingur, er átti meginþátt í því að
koma þessu í framkvæmd í samvinnu við stjórnar-
nefnd félagsins. Síðar á árinu var frekar gengið frá
þessu sambandsmáli. Forseti íslendingafélagsins í
New York er E. Grettir Eggertson raffræðingur.
8. maí—•útskrifuðust eftirfarandi nemendur af
íslenzkum ættum frá Saskatchewan-háskólanmn: