Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 40
40
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
flutti út i þessa bygð árið eftir, 1889. Nam hann
sér land á N.E. Sec. 2, T. 19, R. 5, og bygði sér þar
upp heimili það, sem hann bjó á til dauðadags.
Seinna keypti ihann fleiri lönd svo hann gæti búið
stærra, hann var góður búmaður og gæflyndur. Jón
Vestman dó 1916, en kona hans bjó með börnum
sínum 12 árum lengur, deyði 1928. Börn þeirra eru:
1. Jón Jóhannes, fæddur 15. jan. 1893; ólst upp með
foreldrum sínum, og hefir alla tíð stundað búskap á
föðurleifð sinni og búið vel. Jóhannes er ógiftur enn,
en heldur vinnufólk, því bú hans er allstórt. 2. Áslaug
Anna að nafni; hún stundaði lengi barnakenslu á
ýmsum stöðum, en árið 1929 giftist hún manni af
þýzkum ættum, og byrjuðu þau verzlun á Clarkleigh,
og stunda hana vel; einnig hafa þau nautgripa- og
mjólkurbúskap með góðum árangri. Nýlega keyptu
þau Áslaug og Phippin maður hennar aðra verzlun,
sem var á Clarkleigh, svo þau eru ein um verzlun
þar nú. Þau eiga 2 börn: son að nafni Wesley og
dóttur að nafni Geraldine; bæði eru þau á æskuskeiði.
Jóhannes og Áslaug eru mjög vel látin og i góðu
áliti.
ÁRNI EINARSSON frá Dunki í Hörðudal í Dala-
sýslu, er fæddur 4. apríl 1862 i Syðri Skógum í Kol-
beinsstaðahreppi, en ólst upp á Dunki til tvítugs-
aldurs. Árið 1887 flutti hann til Ameríku, og stundaði
daglaunavinnu nokkur ár, en 1899 flutti hann til
Álptavatnsbygðar og keypli land á N.W. og S.E. Sec.
14, T. 19, R. 5; bygði sér þar bólstað, og hefir búið
þar vel í 40 ár. Kona hans var Kristín Magnúsdóttir,
ættuð úr Hörðudal, dáin 26. febrúar 1929. Þau gift-
ust við Pilot Mound 1896, og eignuðust 4 börn.
1. Helga Lilja, fædd 1897, gift Þórarni Magnús-
syni járnsmið; 2. Hólmfríður Salome, fædd 1898, gift
enskum manni, Elmer Fines, eiga 6 börn; 3. Albert,
fæddur 3. sept. 1900, ólst upp með foreldrum sínum
og stundaði búskap; hann nam land á S.W. % Sec. 3,