Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 26
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
vegi í siðakenningum beggja þeirra þjóða, sem hér
eiga hlut að máli. Kemst Sveinbjörn að þeiriú niður-
stöðu, að eigi sé hér um grísk á'hrif að ræða, heldur
hafi norræn llfsspeki þróast á sjálfstæðum grundvelli.
Hefir grein þessi vafalaust opnað augu ýmsra ensku-
mælandi lesenda fyrir andlegum verðmætum nor-
rænna manna.
Eftir hernám Danmerkur, er Alþingi tók vald
það, er konungur hafði farið með og utanríkismál
fslands í sínar hendur, ritaði Sveinbjörn í júní-hefti
hins merka tímarits Ameríska lögfræðingafélagsins
(American Bnr Association Journal) 1940 Iærða
grein, og sem vænta mátti mjög sonarlega í íslands
garð, um réttarstöðu þess að alþjóðalögum. Er þar
sannarlega vel og drengilega á málstað ís'lands haldið.
Einnig ritaði hann fyrir nokkrum árum grein um
íslenzkar lagabækur fyrir tímarit í samanburðar-
lögfræði, er út kom í París.
Er þá komið að stórfeldasta verki Sveinbjarnar
á sviði íslenzkra fræða, en það er hin enska þýðing
hans af Grágás, hinni fornu og frægu lögbók íslend-
inga, sem hann hefir unnið að árum siaman. Er hann
nú mjög langt á veg kominn með þetta mikla vanda-
verk, og er vonandi, að honum vinnist tími til að
leggja síðustu hönd á það bráðlega og koma því á
prent. Auk sjálfrar þýðingarinnar hefir hann ritað
mjög ítarlegan inngang að henni, skýringar og orða-
safn með enskum þýðingum lagaheitanna i ritinu.
Víðfrægur amerískur lögfræðingur, Dr. John H. Wig-
more, fyrverandi forseti lagaskóla Northwestern Uni-
versity i Ulinois, ritar formála að þýðingunni; lýkur
hann miklu lofsorði á hana, inngangsritgerð þýðand-
ans og athugasemdir, og telur, að hér sé um að ræða
verulegt grundvallarrit í lagasögu Norðurálfu.
Samhliða því, sem Sveinbjörn er ágætlega ritfær
maður og lærður vel, er hann skörulegur ræðumaður
og fvrirle.sari. bæði áhevrilegur og rökfastur. Enda
hafa eigi allfáar af ræðum hans verið prentaðar í