Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 86
86 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
26. nóv.—Haldið hátíðlegt aldarfjórðungsafmæli
kvenfélagsins “Sólskin” í Vancouver, B.C., með fjöl-
sóttu og veglegu samsæti. Fyrsti forseti þess var Mrs.
Valgerður Josephson (nú látin), en núverandi for-
seti er Mrs. Thora Orr.
27. nóv.—Við bæjarstjórnarkosningar i borginni
Moose Jaw í Saskatchewan var Valentinus Valgarðs-
son skólastjóri endurkosinn til tveggja ára í bæjar-
stjórn; við kosningarnar í Winnipeg var séra Philip
M. Pétursson kosinn í skólaráð borgarinnar, báðir
með miklu atkvæðamagni.
27. nóv.—Karlakór íslendinga í Norður Dakota
og þjóðræknisdeildin “Báran” efndu til veislu í virð-
ingar- og kveðjuskyni við Bagnar H. Ragnar, söng-
stjóra og píanókennara, sem kvaddur hafði verið í
her Bandarikjanna og var nú á förum í herþjón-
ustuna.
í nóv.—John A Vopni (sonur þeirra J. J. Vopni
og konu hans í Winnipeg), ritstjóri og prentsmiðju-
eigandi, endurkosinn bæjarstjóri í Davidson, Sask.,
gagnsóknarlaust.
1. des.—Fullveldisdags íslands minst með ræðu-
höldum yfir stuttbylgjustöð i New York og voru þess-
ir ræðumennirnir: Senator Elbert Thomas frá Utah,
Thor Thors sendiherra, Mrs. Franklin D. Roosevelt
og dr. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. E. Grett-
ir Eggertson raffræðingur, forseti íslendingafélags-
ins í New York og dr. E. Thorlaltson kyntu ræðu-
mennina. Thors sendiherra og frú hans mintust
einnig dagsins í Washington með virðulegri móttöku
í hinu kunna Mayflower Hóteli, er margt stórmenni
sótti. f Grand Forks, N. Dakota, flutti vara-ræðis-
maður dr. Richard Beck útvarpsræðu í tilefni dagsins.
Stúdentafélagið íslenzka i California og félag yngri
íslendinga í Winnipeg (The Icelandic Canadian Club)