Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 25
ALMANAK 1943
25
þakkarverðasta, enda vakti það athygli og hlaut vin-
samlega dóma. Hefir það áreiðanlega mörgum ensku-
mælandi lesanda að góðu gagni komið, og mun svo
verða framvegis, því að það er hið læsilegasta al-
þýðurit, skipulega samið og fjörlega skrifað.
Sjálfur heimsótti Sveinbjörn island, eins og
kunnugt er, Alþingshátíðarárið sem einn af fulltrú-
um Bandaríkjaþings og Bandarikjastjórnar, og flutti
ræðuna, er tilkynt var opinberlega, að Bandaríkin
hefðu sæmt ísland hinni merkustu virðingargjöf á
þessum “þúsund ára sólhvörfum” þjóðarinnar, hinu
mikilúðlega líkneski af Leifi heppna. Er hin snjalla
ræða Sveinbjarnar prentuð í heild sinni i Lcsbók
Morgnnblaðsins (3. ágúst 1930).
Þessi heimsókn Sveinbjarnar til fæðingar og
ættlandsins varð honum tilefni fræðandi og skemti-
legrar greinar um Alþingi og hátiðina i Árbók Jóns
Bjarnasonar skóla 1931, og er sú ritgerð að öðrum
þræði endurprentun á giein, sem hann hafði ritað
um hátíðahaldið í hið kunna ameríska æskulýðsrit,
St Nicholas. í nóvember hátiðarárið.
Merkasta ritgerð Sveinbjarnar um íslenzk fræði,
fram að þessu, er þó hin einkar athyglisverða og
fræðimannlega ritgerð hans um lífsspeki norræna
manna og Forn-Grikkja (“Old Norse and Ancient
Greek Ideals”), er út kom í októberhefti tímaritsins
Ethics í Chicago 1938, en áður hafði höfundurinn
flutt fyrirlestur um þetta efni á ýmsum stöðum, með-
al annars vdð rikisiháskólann í Norður-Dakota.
Er hér um að ræða merkilegt efni og það tekið
föstum tökum. Höfundurinn gerir ,eins og sjátfsagt
var, aðallega samanburð á siðfræðilegum og stjórn-
fræðilegum ritum Aristotelesar og “Hávamálum.”
Sýnir hann með mörgum dæmum fram á það, að
harla margt er líkt með beim lífsskoðunum, sem þar
er haldið fram, enda uppistaðan hin sama: — andlegt
sjálfstæði einstaklingsins og þroskun hans; heil-
brigðri skynsemi og hófsemi er einnig skipað í önd-