Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 82
82
CLAFUR S. THORGEIRSSON:
(vara-ofursti) í Canada hernum; er hann fyrsti ís-
lendingur, sein hlotið hefir þessa virðingar og á-
byrgðarstöðu í núverandi stríði, þó að margir aðrir
úr þeirra hóp hafi unnið sér frægðarorð og skipi for-
ingjastöður. Hjálmarson ofursti tók þátt i árásinni
sögufrægu á Dieppe.
Sept.—Um miðjan þann mánuð var Sigurgeir T.
Bardal, er um eitt skeið var auglýsingastjóri dag-
blaðsins Winnipeg Tribune, skipaður framkvæmdar-
stjóri auglýsingadeildar stórhlaðsins Toronto Globe
and Mail.
17. sept.—Tilkynti sendiherra íslands í Wash-
ington, Thor Thors, að eftirfarandi menn hefði verið
skipaðir ræðismenn íslands í Bandaríkjunum: Árni
Helgason verksmiðjustjóri, ræðismaður (consul) í
Chicago, Illinois; Valdimar Björnson blaðamaður,
vara-ræðismaður (vice consul) i Minneapolis, Minne-
sota; prófessor Richard Beck, vara-ræðismaður í
Grand Forks, North Dakota; prófessor Stefán Ein-
arsson, vara-ræðismaður í Baltimore, Maryland;
Barði Skúlason lögfræðingur, vara-ræðismaður í
Portland, Oregon, og' Magnús Magnússon skipstjóri
vara-ræðismaður í Boston, Massachusetts. Skipunar-
bréf ræðismannanna voru undirrituð af ólafi Thors
utanríkismálaráðherra íslands, í umboði rikisstjóra,
þann 5. maí 1942, en viðurkenning Cordeil Hull fyrir
hönd Bandaríkjanna fékkst þann 9. september síð-
astliðinn.
Sept.-—A 19. ársþingi “North Dakota Conference
of Social Welfare,” sem haldið var í Grand Forks
seint í þeim mánuði, voru þessir fslendingar kosnir
í emhætti: Miss Esther Freeman, Grand Forlts (dóttir
frumbyggjahjónanna Guðmundar og Guðbjargar
Freeman í Upham, N. Dakota), fyrsti vara-forseti;
Miss Margaret Benson, Devils Lalce (dóttir þeirra
Ásmundar lögfræðings Benson og Sigríðar konu hans,
í Bottineau, N. Dakota) féhirðir, og Guðmundur dóm-