Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 85
ALMANAK 1943
85
ríkislögsóknarar gagnsóknarlaust: J. M. Snowfield
í Cavalier County, F. S. Snowfield í Pembina County,
Oscar B. Benson í Bottineau County og Einar Jothn-
son í Nelson County. Hefir J. M. Snowfield skipað
umrædda stöðu í nefndu héraði í 18 ár; Benson hefir
verið ríkislögsóknari í 10 ár, en F. S. Snowfield og
Einar Johnson hvor um sig í tvö ár. Þá var John
H. Axdal kosinn sýslufóhirðir (Gounty Treasurer) í
Pemhina County og John E. Snydal sýslunefndar-
maður (County Commissioner) í sama héraði í stað
F. M. Einarson, sem ekki var í kjöri.
4. nóv.—íslenzkir stúdentar við framhaldsnám
á University of California stofna félag með sér. Em-
bættismenn voru kosnir: Haraldur Kroyer, forseti;
Mrs. Johann Hannesson, ritari, og Hilmar Kristjáns-
son, féhirðir.
4. nóv.—fslendingar í Seattle minnast sjötugs-
afmælis þeirra hjónanna Kolbeins og önnu Þórðar-
son með fjölmennum mannfagnaði, er lestrarfélagið
“Vestri” og Hallgrimssöfnuður þar i borg stóðu að, í
viðurkenningarskyni fyrir langt og ágætt starf þeirra
hjóna í þágu félagsins og safnaðarins og íslenzkra
félagsmála alment. Kolbeinn er núverandi forseti
lestrarfélagsins.
16. nóv.—Canadiskt blað skýrir frá því, að fs-
lendingurinn dr. Christian Sivertz sé einn af tveim
visindamönnum í landi þar, sem vinna að merkileg-
um rannsóknum í iæknisfræði varðandi lyf, er eykur
áhrif hins heimsfræga “insulin”-meðals. Foreldrar
dr. Sivertz eru Christian Sivertz og kona hans, bæði
islenzk, sem eiga heima í Victoria, B.C., og þar er
hinn efnilegi visindamaður fæddur; hann útskrif.
aðist af háskólanum í British Columbia, en stundaði
framhaldsnám á McGill háskólanum og lauk þar
meistaraprófi í vísindum og doktorsprófi (Ph.D.).