Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 45
ALMANAK 1943
45
Kristrún Sveinungad.
sveitarþágu og sjálfstæðisleysi, og þau voru flestum
unglingum, sem annars voru komnir til vits og ára,
óaðlaðandi og oft erfið. Krist-
rún gat ekki hugsað til slíkrar
framfærslu og dreif sig'því tii
vika og vinnumensku hjá
vandalausu fólki, þar sem hún
ávann sér brátt álit, traust og
tiltrú.'
Árið 1858 giftist Kristrún
Bjarna Kristjánssyni Skag-
f.jörð, en samfarir þeirra urðu
ekki Iangar, aðeins fjögur ár.
Þau skildu að lögum 1862 og
fóru hvort sina leið. Hann
vestur í Skagafjörð, en Krist-
rún með unga dóttur þeirra
hjóna, Svövu, inn í Hörgár-
dal, þar sem hún vann fyrir sér og dóttur sinni á
ýmsum stöðum í vistum og sá sér og henni farborða
á þann hátt. Síðustu fimm árin, sem Kristrún var
á íslandi, var hún vinnukona hjá séra Arnljóti ólafs-
syni og frú Hólmfriði á Bægisá. Það var margt sér-
kennilegt í fari Kristrúnar. Eitt á meðal annars var
það, að hún hafði fengið skrifaða vitnisburði frá
flestum eða öllum húsráðendum, sem hún vann fyrir
á fslandi, og eru þeir vitnisburðir allir með ágætum.
Set eg hér sýnishorn vitnisburðanna: — “Kristrún
Sveinungadóttir, sem dvaldi hjá mér næstum árs-
tíma frá því í 10. viku sumar 1860 til vinnuhjúaskil-
daga 1861, er fremur lundströng að upplagi og að
minni hyggju angruð, þó hvorugt hafi komið fram á
mínu heimili, þvi hún var þægileg og umgangshæg í
sambúð; í strangasta lagi til allra útiverka og ástund-
unarsöm, en um inniverkin vissi eg ekki eins. Hún
var hreinvirk, mikilvirk, fjölvirk og líka fyrirtekta-
söm, i alla staði ráðvönd og staklega velviljuð hús-