Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 30
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
MAGNÚS GÍSLASON, Gunnar&sonar, Helgasonar
bónda í Eyrarhreppi. Móðir Gísla var Guðrún Sig-
urðardóttir, síðar kona Halldórs snikkara á ísafirði;
móðir Magnúsar var Guðrún Magnúsdóttir Einars-
sonar Sveinssonar á Hvallátrum við Breiðafjörð.
Kona Magnúsar var Þórdís dóttir Magnúsar Jónsson-
ar og Bjargar Jónsdóttur, er bjuggu á Hamri á Barða-
strönd. Magnús kom til Ameríku frá Rauðseyjum á
Breiðafirði árið 1893, og fór til Mountain í North-
Dakota. Árið eftir flutti hann til Álptavatnsbygðar
og nam /4 Sec. 24, T. 20, R. 6, og keypti annað land;
báðir synir hans tóku einnig heimilisréttariönd á
sömu “section” og faðir þeirra; þar bjó Magnús góðu
búi i 20 ár, þá seldi hann lönd sín, og flutti til Lundar,
sem þá var orðinn aðalverzlunarstaður sveitarinnar,
og bjó þar önnur 20 ár, eða þar til hann deyði 1933.
Þórdís kona hans dó nokkrum árum áður. Börn
þeirra: 1. Helga, var eftir á islandi og dvelur þar;
2. Jóhann, ógiftur, seldi Iand sitt og stundaði mörg
ár dýraveiðar og fiskiveiðar með góðum árangri, því
hann er slyngur veiðimaður, jafnt með boga, byssu
og net. En á sumrum braut Jóhann lönd til akur-
yrkju með “tractors” undir eins er þeir komu á gang,
og þreskti korn á haustin. Nú síðustu árin hefir
hann stundað sauðfjárrækt, fiskiveiðar og flotholta-
srníði í býsna stórum stíl. 3. Jens, seldi land sitt og
flutti til Lundar og vann við smjörgerð nokkur ár, en
flutti svo vestur að hafi, og dvelur nú i Seattle-borg
og stundar nú rafaflsleiðslu og farnast vel. Kona
Jens er Kristjana dóttir Kristins og Ovídu eyfirzkra
hjóna, er dvöldu við Lundar nokkur ár. 4. Guðríður,
gift Snæbirni Einarssyni, bréiðfirzkum að ætt (ná-
skyldum Birni Jónssyni ritstjóra “ísafoldar”); hann
hefir verið kaupmaður á Lundar í mörg ár og tekið
gildan þátt i öllum þrifnaðarmálum bæjarins, en nú
eru þau hjón flutt til Winnipeg. Börn eiga þau 10,
ÖII efnileg. Þau heita Magnús, ólafur, Halldór, Karl,
Leifur; dætur: Þórdís, Helen, Lilja, Mersidy. Og alt