Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 37
ALMANAK 1943
37
sinnar og stjúpa i Bræðraborg (bæjarnafn þeirra).
Við Winnipegvatn dvaldi Sigurjón 11 ár, og svo í
Poplar Park, Manitoba, 5 ár, en flutti ekki i þessa
bygð fyrri en 1907, og giftist tveim árum seinna Jó-
hönnu Einarsdóttur Guðmundssonar frá Snotrunesi,
og hefir síðan búið hjá Einari og Þórstínu, góðu búi;
þau eru barnlaus, en hafa alið upp pilt að nafni
Victor, son Kristjáns Guðmundssonar, sem sitt eigið
barn.
Þau búa vel; Sigurjón er snarmenni og dugnað-
armaður.
DANÍEL H. BACKMAN er fæddur 31. október
1865 á Dunkurbakka í Hörðudal í Dalasýslu. Faðir
hans hét Guðni Jónsson, er bjó á Dunkurbakka allan
sinn búskap, yfir 50 ár, dáinn 1914, 74 ára gamall;
hann var lengi ihreppstjóri í Hörðudal; kona Guðna
var Guðný Daníelsdóttir frá Hrafnabjörgum í sömu
sveit. Daníel giftist í Winnipeg árið 1888 Hólmfríði
Salome Kristjánsdóttur Sigurðssonar í Selárdal í
Hörðudal. Kristján faðir Hólmfríðar flutti til Ame-
ríku með Daníel Backman, nam land í Grunnavatns-
bygð, og er hans getið í Almanaki ó. S. Thorgeirs-
sonar árið 1912.
Daniel flutti til Ameríku árið 1887, frá Dunkur-
bakka, og staðnæmdist í Winnipeg nokkur ár; þá
flutti hann út í Álgptavatnsbygð, enobjó þar aðeins i
tvö ár; flutti aftur til Winnipeg, og var þar í átta
ár. En árið 1900 fluttu þau hjón sig alfarin í þessa
bygð og námu land á N.E. Sec. 12, T. 19, R.5; reistu
bú iþar og bygðu upp myndarlegt heimili, og hafa
búið þar góðu búi í 40 ár. Daníel keypti fleiri lönd
og Guðni son hans; ihafa þeir brotið upp land til
akuryrkju og heppnast allvel, þó stundar hann mest
kvikfjárrækt, mjólkursölu og sláturgripasölu, og
farnast mjög vel; er þar rausnarheimili og góðar
byggingar, bæði íbúðar.hús og útihúis.
Gullbrúðkaup sitt héldu þau í fyrra; börn þeirra