Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 66
VIÐ HAFIÐ.
Eftir Bjarna Lyngholt
“Við hafið eg sat fram á sævarbergs stall”,
við sungum það, léttfættu smalarnir heima;
og undirspil Ijóðsins var fossanna fall
°9 fjallanna bergmál, sem vættirnar geyma.
En vorið og æskan i æðunum svall,
svo altaf var nóg til að syngja’ um og dreyma,
Og hugurinn flang yfir höf, yfir lönd,
í hillingaleiðslu, er sigrar hvern vanda.
Svo endaði leiðin á ókunnri strönd,
þar átti víst marmarahöllin að standa,
en lcngst út’ í blámanum benti okkur hönd,
að brú væri hér, milli þjóða og landa.
En svo þegar dagaði og draumana þraut,
varð dýrlega marmarhöllin að kofa,
og erfið varð gangan um órudda braut,
svo aldrei sást neitt fyrir turnunum rofa;
þvi stormarnir blésu ekki byr í þau skaut,
sem bernskan og íslenzkar vornætur lofa.
En hafirðu komið á Kyrrahafsströnd,
er kvöldroðinn logar um eyjar og sundin,
þá hefirðu fundið þín hillingalönd
og liérna er ráðning á draumunum fundin.
Við tima og rúm engin binda þig bönd,
sem bernska og vor er hver líðandi stundin.
Hvar hefirðu fundið jafn fjölbreytta sjón
og fagra, eins og Ijóðin á skáldanna tungum?
Hvað minnir þig betur á feðranna frón
en fjallanna raðir með jöklanna bungum,
og fuglanna kliður í friðsælum tón,
sem fegurstu Ijóðin. er heima við sungum?