Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 79
ALMANAK 1943
79
prófi 'í hagfræði við Minnesotahiáskólann með á-
gætiseinkunn í öllum námsgreinum. Prófritgerð hans
fjallaði um sögu Framsóknanflokksins á íslandi.
Þórhallur starfar nú sem fulltrúi á sendiherraskrif-
stofunni íslenzku i Washington.
18. júní—Flutti Senator Claude Pepper, sem er
einn aif meðlimum utanríkismálanefndar Bandaríkj-
anna, eftirtektarverða og einkar hlýlega ræðu um
Jón Sigurðsson og fsland í efri málstofu þjóðþings-
in-s í Washington.
19. —21. júní—Haldið á Gimrli 18. ársþing Banda-
lags lúterskra kvenna; frú Lena Thorleifson, Lang-
ruth, Manitoba, var kosin forseti og frú Ingibjörg J.
ólafsson, Selkirk, er gegnt hafði forsetaembættinu
árum saman, var kosin heiðursforseti.
24. júní—Blaðafrétt skýrir frá því, að Magnús
Hallsson (sonur þeirra hjónanna Jóns (látinn) og
Guðlaugar Hallsson í Leslie, Sask.) hafi nýlega lokið
prófi í firðritun (Radio Telegraphy) á Russell Busi-
ness Institute og hlotið hæztu einkunn allra þeirra,
er voru honum samtímis á skólanum.
26.-29. júni—Hið 20. ársþing Hins sameinaða
kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi haldið i Win-
nipeg. Séra Guðmundur Árnason var kosinn forseti
í níunda sinn. Samtímis (27. og 28. júní) var þar
einnig háð 16. ársþing sambands kvenfélaga þess
kirkjufélags og var frú Marja Björnsson, Árborg,
Man., endurkosin i 15. sinn forseti. Á þinginu voru
þær frú J. B. Skaptason og frú Th. Borgfjörð kosnar
heiðursfélagar sambandsins; en þær hafa báðar kom-
ið mikið við sögu þess og verið hinar athafnasöm-
ustu í félagsmálum vestur-íslenzkra kvenna i heild
sinni.
26.—30. júní—Haldið í Selkirk 58. ársþing Hins
evang. lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur-
heimi. Séra K. K. ólafson endurkosinn forseti í 20.