Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 69

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 69
ALMANAK 1943 69 “En svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest, að éinungis gröfin oss skilur.” Bjarni Lyngholt gaf út eina kvæðabók, Fölvar Rósir (Winnipeg, 1913); síðan birtust öðruhvoru kvæði eftir hann í vestur-íslenzku vikublöðunum, einkum tækifæriskvæði, því að eins og að ofan er gefið i skyn, var hann oft til þess kvaddur af sveit- ungum sínum að yrkja þesskonar kvæði. Heiti kvæðabókar Bjarna vekur þann grun, að þar muni kenna nokkurrar angurblíðu í tónum, og er það orð að sönnu, enda má sjá vott hins sama í kvæði hans “Við hafið”; en vonin situr þar þó viða í öndvegi, enda eru þessi kvæði hans frá fyrri árum (1892-1913). Margt er í safni þessu af minninga- kvæðum og minnum, en jafnframt eigi allfá kvæði almenns efnis. Þau eru lipurlega kveðin, lýsa næmum tilfinningum og ríkri samúð með auðnu- leysingjum og olnbogabörnum lífsins. í minningarkvæðinu um son höfundar, sem þrungið er að vonum djúpum söknuði, koma bæði fram bjargföst eilífðartrú hans og fegurðarást. Þar er t. d. þessi fallega morgunvísa: “Blóm heilsar blómi. Og brekkunni þakkar— og dögginni — næring; til dagsins það hlakkar. —Hlakkandi þakkar.” En ekki er tilfinningahitinn minstur í íslands- kvæðum höfundar, enda þreyttist hann aldrei á að lofa það og vegsama i Ijóði. Það er honum: “Stór- brotna landið, sem fegurst er allra í heimi.” Jafn minnugur er Bjarni á menningararfinn íslenzka, og sæmir vel að ljúka þessum minningarorðum með eftirfarandi ljóðlinum hans: “Gott er að kalla til arfs úr þeim ótæmda sjóði: íslenzkum drengskap og norrænu víkingablóði; mest er þó sæmdin að sýna i orði og verki, sonur hvers lands sem þú ert, að þú berir þess merki.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.