Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 9
IÐUNN
Dante.
3
hann leggur svo iðulega út af í »Nýju lífi«. Stúlkan lifði
7 ár eftir það, en aldrei bundust þau Dante heitorði
og aldrei fengu þau að njótast. Og svo dó hún 1290.
Meira veit enginn með neinni vissu um stúlku
þessa. En svo hefst sálarlýsing Dantes á henni, og
hún hefir gert hana dýrðlega.
Einna bezt mun henni lýst i hinni frægu canzónu,
sem hefst á orðunum: »Þér eðalfrúr, sem ástir vísast
þekkið« (»Nýtt líf«, XIX. kafla). þar er sagt frá því,
að englarnir á himnum öfundi jarðarbúa af stúlku
þessari, og er þar koinist svo að orði:
— Engill nokkur sem í anda sér
alt á jörð, til orða þannig tekur:
O, Drottinn, það sem öfund okkar vekur
er cinstök sál, svo unaðslega ger,
að Ijóma’ af henni i hæstu himna ber.
Nú beiðumst vér þess, allur himnaher,
helgir menn og englar þínir hér,
að láta oss ei lengur liennar sakna,
en lofa henni’ af jarðlíflnu að vakna. —
Óðar Drottinn anzar þeim og tér:
Elskanlegir, ykkur ber að- bíða,
bíða þess, sem réltast virðist mér.
Önnur sál er sárum haldin kvíða,
að svanninn deyi, sá er siðar með
fregn þá fer til Vítis-heima víða:
»Von hinna hólpnu hefi ég sjálfnr séð«. —
Sv* þrá þeir svanna þann i hæstu hæðum,
sem hér ég lýsa vil á þessa leið:
Viljir þú, kona, skrýðast sldrlifs^klæðum
og skarta dygð, um fylgd hennar þá beið.
Viljir þú, bófi, verða á hennar leið,
öll vonzkubrögð þín drepast dauða skæðum.
En sá sem lítur ljúfa augað í,
er loghreimn eða þegar dauðadæmdur;
og hver sem var af samvist hennar sæmdur,
mun siðan aldrei mega glejmia þvi.