Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 36
30
Em. Linderholm:
iðunn
líkams- og sálarástand eins og hrifnis-ástandið, með
vitrunum þeim, tungutali m. m., sem það hefir í för
með sér, er skýrt eða talið vera með eðlilegum hætti,
enda þótt flestir áður og nokkrir enn líti á það og
þrái það sem einhvers konar guðlega opinberun.
Menn hafa nú og öðlast eðlilega skýringu á þeim
kraftaverkum, er lutu að lækningu sjúkra. Pað er nú
ekki lengur neinum vafa undirorpið, að sjúkdóma,
sem standa í sambandi við sálar- og viljalífið og við
taugakerfið yfirleitt, má lækna með trúarlegum áhrif-
um, en það má einnig lækna þá með annars konar
hughrifum.
lJó lætur hin nýrri sálarfræði hvað mest að sér
kveða í skýringunni á sálarástandi því, er lærisvein-
arnir virðast hafa verið í, er þeir þótlust hafa séð
Jesúin upprisinn eftir dauðann á krossinum. Eg fyrir
mitt leyti sé enga ástæðu lil að rengja að minsta
kosli sumar af frásögnunum um sýnir þessar. En
það er nú sitthvað og að taka þessar sagnir sem
sögulega sönnun fyrir líkamlegri upprisu Jesú, gera
hana að hyrningarsteini trúarinnar og heimta trúna
á þetta sem sögulegan sannleika af hverjum þeim,
sem vill heita kristinn. Þótt lærisveinarnir skírskoti
til þeirrar sannfæringar sinnar, að hin líkamlega upp-
risa hafi verið orsökin að sýnum þeirra, þá bætir
það ekki mikið úr. Það er sálfræðilegt lögmál, að
sá sem fær einhverja sýn, trúir slaðfastlega á veru-
leika þess, sem hann þykist hafa séð ; og það var
því ekki nema eðlilegt, eins og almannatrúin var á
þeim tímum, þótl menn litu á sýnir þessar sem
sannskynjanir af einhverjum líkamlegum veruleika
og höguðu trúboði sínu eftir því. En vér getum ekki
lengur litið svo á þessar og þvílíkar sjnir. Þær stafa
ekki, að svo miklu leyti sem vér fáum séð, af neinu
líkamlegu fyrir utan manninn, heldur af trúar- og
hugarástandi mannsins sjálfs, sem fær sér útrás í