Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 20
14
A. H. B.:
IÐUNN
því burt þaðan með Dante og fer nú um leynigöng
upp að yfirborði jarðar hinum megin á hnettinum.
En þar rís Lausnarfjallið í sól og sumri. —
í hægum vorblæ hefja þeir Dante og Virgill göngu
sina upp Hreinsunareldsfjallið (Purgatorio), en eru
þó næsta þrekaðir eftir allar hrellingarnar í Víti.
Lausnarfjaliið hefst í sjö atlíðandi hjöllum upp til
himins, með hið jarðneska Eden á tindi sínuin. Á
fyrsta bjallanum fara þeir fram bjá þeim, sem eru
að bæta fyrir hroka sinn og yfirlæti í lífinu. Kikna
þeir nú til jarðar undir stórbjörgum, er þeir varla
fá risið undir. Á öðruní bjallanum ganga þeir fram
hjá þeim, er í lifanda lífi hafa litið aðra öfundar-
augum. Augu þeirra eru nú saumuð aftur með járn-
vír og sjálfir eru þeir klæddir sekk og ösku. Á þriðja
hjalla hilla þeir fyrir sér uppstökka menn og reiði-
gjarna og eru þeir nú að stilla skap sitt á ýmsum
mótgjörðum, er þeir verða fyrir. Á fjórða hjalla eru
menn að bæta fyrir kæruleysi sitt og andvaraleysi,
og eru þeir nú svo upptendraðir af þránni til að
frelsast, að ekkert fær stöðvað þá. Á fimta hjalla eru
menn að bæta fyrir ágirnd sína og á sjötta hjalla
fyrir sællífi sitt. En á sjöunda og síðasta hjallanum
eru menn að bæta fyrir óstaðlyndi silt í því góða.
En það er líka síðasta eldraunin, er þeir verða að
þola, áður en þeir nálgast hið jarðneska Eden. Loks
komast þeir Danle upp á fjallsbrúnina og þar blasir
Eden við þeim. Er þar næsta fagurt um að litast.
Dante verður nú að skiljast við leiðsögumann sinn,
sem má ekki fylgja honuin Iengra, og stefnir hann
nú einsaman beint af augum, unz hann kemur að
fljóti einu, sem hann fær ekki yfir komist. Hinum
inegin á íljótsbakkanum birtist honum kona í hvít-
um skrúða, og er það ímynd hinnar guðlegu náðar,
Matthildur. Fljótið fellur í tveim kvíslum; og nefnist
önnur kvislin Óminniselfur (Leþe) og gleymir sá,