Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 63
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 57
»yfirnátlúrlegan« hátt, vera getinn af Guði; en guðs-
maðurinn verður til fyrir siðferðilega og trúarlega
endurfæðingu. Guðs-maðurinn verður að vera sannur
maður, sama eðlis og vér. Því að það er altof
barnaleg trúarhugmynd, að Guð hafi skapað mann-
inn, en mistekist það svo hraparlega, að hann hali
orðið að gera algerða undantekningu og slíta sam-
bandinu milli kynslóðanna og einstaklinganna, til
þess að skapa mann, sem væri alt annars eðlis, ætti
að verða maður, sem væri fær um að skilja Guð til
fulls og gera vilja hans til þess ýtrasta, þvert ofan í
hinar eigingjörnu hvatir holdlega lífsins. Hefði þetla
verið sarna og að gefa liina upprunalegu sköpun al-
veg upp á bátinn. En haíi sköpunin átt að ná and-
iegri fullkomnun sinni með Jesú, hlaut Jesús svo
sem guðs-maður algerlega að vera sama eðlis og vér.
Annars verður líf hans tilgangslaust, lcemur ekki oss
við eða mannkyninu. Sé hann guðs sonur, er liann
annars eðlis en vér og getur ekki orðið oss til fyrir-
myndar; hann verður oss þá hvorki til uppörvunar
né huggunar né til eftirbreytni. Vér erum ekki nema
menn, vér erum engir guð-menn.
Sé Jesús aftur á móli sannur maður, eins og vér,
og haíi samt sein áður lifað lífi því, sem hann lifði,
og dáið eins og hann dó, þá getum vér með Páli
talið hann »hinn annan Adam«, þ. e. andlegan föður
nýrra kynslóða. Ný-sköpunin er orðin að veruleika
í honum. Og því getum vér nú nefnt hann »manns-
ins son« í nýrri merkingu — sem ávöxt og eftirvænt
markmið langrar mannlegrar þróunar.
Og ef vér viljurn túlka persónu Jesú frá trúarlegu
sjónarmiði, þá er enginn dýpri og sannari skilningur
til og með meiri ítök í trúarlífi manna en skilning-
ur frumkristninnar á þessu; en hann lýsir sér bezt
i helgisögninni um, að heilagur andi liafi komið yfir
Jesúm í skirninni — er sonar-rélturinn þar leiddur