Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 33
IÐUNN Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
27
ingu Darwins, sem þegar virðist vera farin að ganga
úr sér, né heldur við stökkþróun de Vries, sem ef til
vill sama á fyrir að liggja, enda þótt mér virðist
sem heldur megi ganga út frá henni, ef menn vilja
rnynda sér nj'ja trúar og guðfræðiskoðun á uppruna
mannsins.
En þessu getur guðfræðin naumast komist hjá.
Þróunarkenningin hefir þegar kipt stoðunum undan
sköpunarsögunni. En hali maðurinn ekki verið skap-
aður saklaus og hafi hann ekki fallið, þá kippir það
aftur fótunum undan hinni gömlu trúarkenningu um
uppruna syndarinnar og dauðans og þá ekki síður
undan kenningunni um erfðasyndina. En ineð því
er fótunum aflur kipt undan sjálfri höfuðkenningu
krislindómsins, að Kristur hafi komið í heiminn til
þess að friðþægja oss við guð, að hann hafi orðið
að þjást fyrir syndafall Adams og syndir allra af-
komenda hans.
Það verður naumast of djúpt árinni tekið um það,
hversu alvarlegar aíleiðingar þessi mótsögn liöfuð-
kenningar kristindómsins hefir, einkum fyrir æsku-
lýðinn í hinum æðri skólum. Hann heíir ekki nema
um tvent að velja: annaðhvort að trúa á söguna um
sköpunina og syndafallið og aðhyllast trúarkenningar
kristindómsins eða þá að fallast á hinar vísindalega
sönnuðu niðurstöður þróunarkenningarinnar, hafna
kristindóminum og telja biblíuna einskisverða sem
heimildarrit. Óleljandi eru áreiðanlega þeir, sem þegar
hafa neyðst til, þegar um þetta tvent var að velja,
að hafna trúnni, til þess að syndga ekki móti auð-
sæjum sannindum. Að vísu lieflr trúarþörfin hjá sum-
um verið svo rík, að þeir hafa ekki getað fengið sig
til þessa, en það hefir þá verið á kostnað skynsem-
innar, en slíkt hefir jafnan innri óvissu i för með sér.
Meira að segja, vandræðamál þetta verður bráð-
lega enn þá víðtækara. Þar sem skófarnir eru altaf