Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 162
156
Omar Khayyam:
IÐUNN*
•15. Lát vitringana gaspra og geymið mér
gátuna’ um loftsins mikla stjörnuher;
en hlæðu yfir skál að hópnum peim,
sem hæðir mjög og dregur spott að þér.
46. Því hring í kring á alla vegu er
eíntóm blekking sýnd um lituð gler
í töfra-kolu — Ijósið sólin sjálf,
en svipir skuggamynda hennar vér!
47. Ef kossmjúk vör og vínið, sem er neytt,
skal verða að engu, — svo mun öllu breyttj
pá vit, á meðan ert, pú verður pað,
pú verður aldrei minna’ en ekki neitt.
48. A meðan rósin unir elfar-nið,
með öldnum Khayyam vinsins neytið pið;
og bjóði Dauðinn sína beizku veig,
pá bergið djarft og hykið ekki við.
49. Úr nótt og degi tímans taílborð er,
par tefla forlög oss að gamni sér
til og frá, þau máta og fella menn;
án miskunnar hverl peð i stokkinn fer.
50. Og leiksoppurinn aldrei á pað leit,
hví örlög fleygðu’ honum á pcnnan reit,
en Hann, er setti þig á þennan stað
og þekkir reglurnar — Ilann veil, Ilann veill
51. Sé rcglan skriiuð eitt sinn fingri ’ans af,
mun alt pað vit og trú, sem lífið gaf,
ei hársbreidd poka orði i ætlan hans,
né öll þin tárin má í brottu staf.
52. Og himinsfesting, — hvelfda skálin sú,
sem heim um lykur — beindu ekki’ í trú
til hennar kveini’ i kvöl þinni, pví hún
er knúin áfram likt og ég og pú.