Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 16
10
Á. H. B.:
IÐUKN
um orðum. Pá er Lúcifer féll, fleygðist hann eins og
vígahnöttur frá augliti Guðs. Alt fjarlægðist hann, og
er hann kom til jarðar, opnaði hún iður sín í nánd
við Jerúsalem, svo að geil mikil kom í jörðina þar.
En samtímis reis himingnæft fjall hinum megin á
yfirborði hennar. í geilinni urðu til níu víti, hvert
niður af öðru og hvert öðru verra, en andskotinn
staðnæmdist inst inni í iðrum jarðarinnar. Fjallið,
sem reis hinum megin jarðar, varð að lausnarfjalli
þeirra, sem eru að hreinsast af syndum sfnum og
eru á leið til himna. Á því eru sjö mismunandi
hjallar, er samsvara hinum 7 höfuðsyndum, en Eden
efst á lindi. Þar upp af taka himinhvelin við hvert
af öðru, og eru þau að fráskildum úthimninum
/empyreumj níu að tölu, eins og vítin. Eru þau að-
setur ýmissa helgra manna. En í hinum hæsla himni
skín náðarsólin, hin guðlega þrenning, umkringd af
hersveitum himnanna.
Svona var heimsinynd kaþólskunnar, og þetla var
nú það, sem Dante átti að fá að líta. En hér verður
ekki lýst nema örfáu af því, sem fyrir hann bar
milli Pálmasunnudags og páskadagsmorguns árið
1300 og ekki nema rélt í aðal-dráltunum.
Virgill fer þá fyrst með Dante til Helvítis (lnjerno)
til þess að sýna honum vistarverur þeirra, sem fyrir
einhverra hluta sakir geta ekki orðið guðlegrar náð-
ar aðnjótandi, en eru eilíílega útskúfaðir. Þetta gefa
þau orð til kynna, sem letruð eru yfir anddyri Hel-
vítis: »Látið alla von úti, þér sem hér gangið inn«
(Lasciate ogni speranza voi ch’entrate).
Koma þeir nú fyrst inn í útgarða vítis og liitta
þar fyrir sér allan þann múg manna, er lifað hefir
»án hneisu og sæmdar«, en það eru þeir menn,
sem aldrei þorðu að fylgja fram neinni sannfæringu
í lífinu, hálfvelgju-mennirnir, er hvorki þorðu að
taka máli guðs né andskotans. Þetta eru »núllin«,