Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 88
82
J. Magnús Bjarnason;
IÐUNN*
»Þá er að ráðast þar á garðinn, sem hann er
hœstur, en ekki lægstur«, sagði japanskur meistari
frá Tókió, »og vita, hvort ekki er mögulegt að höggva
skarð í múrinn. Því að fyrst og fremst er það, að
ekkert »upp« né »niður« er til í himingeimnum, og
svo fer jörðin í kringum sólina á sama íleti og sólin
sjálf er á; og þess vegna getur ekkert á jörðunni
verið undir sólunni«.
»Þetla á ekki að skiljast hókstaflega«, sagði kristni-
boðinn, »heldur þannig: að alt jarðneskt sé hégómi
— og ekkert nema hégómi«.
»Leggjum þá þann skilning í það«, sagði hálærð-
ur Arabi frá Mekka. Og sé það nú rétt, að alt, senr
til er á jörðunni, sé einber hégómi, þá er biblían
líka hégómi, því að hún er á jörðunnk.
»En sé hún ekki hégómi«, sagði gamall fakír fræ
Indlandi, »þá hefir hinn vitri Salómon konungur
sagt ósatt; og fellur þá kenning hans um koll af
sjálfu sér, og rýrir það sáluhjálpar-sannindi allrar
biblíunnar í vorum augum«.
»Verið hægir, góðir hálsar!« sagði kristniboðinn
rólega. »Hinn vitri Salómon konungur hafði líka
aðra kenningu að flylja, og hana er ekki golt að»
hrekja, þó beitt sé öllum háttum rökfræðinnar«.
»Lát oss heyra þá kenningu«, sagði Buddha-prest-
ur frá Sínlandi.
»Hún er þessi«, sagði kristniboðinn, »a<5 heimskir
menn gefi ja/nan skjótan úrsknrð«.
»Já, já«, sagði öldungur einn frá Burmah, »þás
þurfum við ekki lengur vitnanna við!«
»Fundi slitið!« öskraði Tyrkinn.
Og það var lika bókað.