Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 15
ÍÐUNN
Dante,
9
Á miðju skeiði mannsævinnar ég
i myrkum skógi vilzt hafði til muna
og gat ei lengur greint hinn rétta veg.
Æ, hversu erfltt veitir mér að muna
þær mörgu ógnir, sem þá fyrir bar; —
pví ennpá finn ég i mér skelfinguna,
sem engu minni en dauðans angist var.
En til aö lýsa frelsun peirri, er fann ég,
í firnum peim, sem lifa varð ég par,
mig lýsa fýsir pvi, sem frekast man ég.---
Leikurinn hefst á Pálmasunnudag fagnaðaráriö 1300»
þá er Dante var, eins og hann sjálfur segir, á »miðju
skeiði mannsævinnar«, 35 ára að aldri. Er hann
sjálfur höfuðpersóna leiksins. Hann hefir farið villur
vega í myrkviði heimsins, og að honum sækja nú
ýmis óarga dýr, svo sem pardusdýrið, imynd holds-
fýsnanna, ljónið, ímynd ofurkapps og metnaðar, og
hýenan, imynd ágirndarinnar. En Beatrice, sem nú
er í helgra manna tölu á himnum uppi og veit,
hversu ástatt er, sendir ástmegi sínum leiðsögumann.
Leiðsögumaðurinn er eftirlætisskáld Dantes, latneska
skáldið Virgiil (Vergilius), ímynd mannlegrar skyn-
semi. Hann á nú fyrst að fara með liann til undir-
heima og sýna honum allar ógnir Helvítis. Síðan á
hann að fara með hanh í Hreinsunareldinn og leiða
hann upp alt Lausnarfjallið, upp til hins jarðneska
Edens. En þar lekur Beatrice, ímynd hinnar guð-
legu ástar, við honum og flylur hann um himnana
alla leið að fótskör Guðs. Alt ijóðið ræðir þannig
um vegferð iðrandi mannssálar um allar vistarverur
kaþólsku kirkjunnar.
En svo að menn geti glöggvað sig á heimsmynd
þeirri, sem hér er lýst, skal farið um hana nokkr-