Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 127
IÐUNN
Einstein.
121
fregnin breiddist út, vakti bún meiri og meiri undr-
un, svo að menn gátu tekið undir með Goelhe’s Ariel:
Prumu-ljóðin ljósið ber oss,
logastöfum undrið tér oss; —
sannlega undrast sjón og heyrn.
Aldrei hafði neilt álika borið við. Fregnin barst
eins og eldur i sinu um alla Evrópu; og menn, sem
aldrei höfðu hirt hvorki um ljóssveiflur né aðdrátt-
arafl, vöknuðu nú eins og af svefni og vildu óðir
fá að vita eitthvað um þetla. Allir skildu þó það,
að hér höfðu hugsanir kyrláts fræðimanns unnið
þann sigur á alheimsvíðátlunni, að það gaf fullkomn-
ar vonir um, að hún yrði könnuð lil grunna og svo
nákvæmlega, að engu skeikaði. — — —
Eins og þegar hefir verið drepið á, voru tíðinda-
menniruir misjafnlega undir það búnir, að flytja
mönnum fregnir af þessum merkis-atburði; og ann-
ála-maðurinn hefði getað húið sér til skemtilega
syrpu úr blaða-úrklippunum. Ég færði Einstein
nokkur erlend blöð með stórum myndum, sem sjálf-
sagt hafa hakað bæði greinarhöfundum og útgefend-
um ærið erfiði og kostnað. t*ar mátti meðal annars
sjá flennistórar, ágætlega vel útgefnar lýsingar i
myndum, sem áttu að leiða lesendum fyrir sjónir
beygju þá, sem kom á Ijósgeislana í sólmyrkvanum.
Einstein skemti sér dátt að þessu, sein sé að vitleys-
unni, því á blöðunum mátti sjá skilningsieysið upp-
málað. Þau sýndu nefnilega það þveröfuga við það,
sem bafði átt sér stað; teiknarinn hafði snúið bungu
Ijósgeislanna inn að sólunni. Hann virlist meira að
segja ekki hafa hugmynd um Ijósbeygjuna, því að
geislarnir fóru þráðbeinl um geiminn; en svo konr
alt í einu skarpt hné á þá, er þeir nálguðust sólina.