Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 132
120
Alcx. Moszkowski:
IÐUNN
En af þessu leiðir, að nákvæmlega samskonar
beygja ætti að sjást á Ijósgeisla (sljörnugeisla), sem
væri undir áhrifum einbvers þyngdarhvels. því að
þótt við hugsum nú ekki neitt um kassann lengur,
breytir það ekki í neinu aðstæðunum. Stjörnugeisli
sem flýgur fram hjá sólu, beygist fyrir sjónum vor-
um ofurlítið inn að sólu og má mæla beygjuna með
nægilega fínum áhöldum. Beygjan nemur, eins og
þegar heíir verið bent á, 1,7 bogasekúndu og sézt
það með því, að mæla nógu nákvæmlega fjarlægð-
irnar á Ijósmyndaþynnunum.
Að menn skuli gela þetta, sýnir, hversu undur-fín
mælingatæki vísindanna eru orðin. Til allrar ham-
ingju er stjörnu-ljósmyndunin orðin svo undraverð.
að hún þegar við fyrstu mælingar getur náð tölu-
verðri nákvæmni. Henni er orðinn það leikur einn
að mæla hársbreiddina í hinni meslu fjarlægð.
Eins og nú er ástatt með mælingarnar, samsvarar
1 millimeter á plölunni einni bogainínútu. En í hlut-
falli viö það verður þvermál sólar á ljósmyndinni 3
centimetrar. Fastastjörnurnar lioma í Ijós eins og
ofurlitlar kringlur og kemur kringlulögun þeirra glögt
í ljós í stækkunargleri. Sýnilegar á plötunni verða
stjörnur alt að 14. stærð og jafnvel minni, þar sem
mannsaugað getur að eins greinl stjörnur af (5. stærð.
Á plölurnar eru nú markaðar línur með l/joo inilli-
meters millibili, og gerir jietla mælingarnar svo ná-
kvæmar, að ákveða má legu stjörnudeplanna á plöt-
unni, svo að ekki skeiki nema nokkurum tiundu
hlutum úr bogasekúndu. Því var .nú vel hægt að
mæla beygju þá, er álti sér stað á stjörnugeislunum
við sólmyrkvann 1919.
Einstein hafði verið send ein af þessum Ijósmynda-
plötum frá Englandi og gal hann ekki nægilega að
henni dáðsl. Hvað eftir annað vék hann máli sínu
að jiessari dásamlegu himinmynd, án þess að hann