Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 131
ÍÐUNN
Einstein.
125
nú, að okkur, samkvæmt jafnhæfis-reglunni, er á
sjálfsvald sett, hvort við hugsum okkur einhvern
hnött undir kassanum, t. d. sólina, sem dregur hann
að sér, eða við hugsum okkur hann sjálfan þjóta
upp á við; fallið á steininum má skýra jafn-vel með
báðu móti. í kassanum greinum við botninn, loftið
og fjóra veggina, og eftir því hvernig við stöndum,
segjum við, að annar veggurinn sé til vinstri, en
hinn til hægri.
Nú hugsum við okkur, að einhversstaðar úti í
geimnum, fyrir utan kassann og án nokkurs sam-
bands við okkur, sé skytta, sem sé að skjóta úr
byssu, er hann heldur alveg lárétt, á kassann, þann-
ig að kúlan fari fyrst í gegnum vinstri vegginn og
síðan í gegnum þann hægri. Ef nú alt annað væri
kyrt, þá hlyti innskotsgatið og útrásargat kúlunnar
að liggja jafnhátt frá gólfi kassans; kúlan mundi
þjóla í þráðbeinni stefnu við gólf og loft í gegnum
kassann. En hugsum okkur nú, að lcassinn væri á
sífeldri ferð upp á við. Kúlan, sem þarf nokkurn
tíma til að fljúga frá einum veggnum til annars,
hittir hægri vegginn, eftir að kassinn er kominn
nokkuð upp á við, en þar af leiðir, að hún borar
sig út nokkuru neðar og nær góllinu, en á hinum
veggnum. Kúlan virðist því ekki lengur fljúga þráð-
beint inni í kassanum, heldur líkt og í boga, er
hallar ofurlítið niður á við, ihvolft niður að gólfinu.
Alveg það sama mundi manni nú sýnast, að ætti
sér stað með Ijósgeisla, er flygi láréll í milli veggj-
anna, ef maður gæti fylgt honum með augunum.
Hraðinn væri að eins miklu meiri. Hann mundi haga
sér nákvæmlega eins og skot, er færi með 300,000
kílómetra hraða á sekúndunni. En þótt hann færi
svona hratt, ællu nákvæmustu mælingar að geta
sýrit ofursmáa beygju frá láréttu línunni niður á
móts við gólfið.