Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 53
lOUNN
Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
47/
Guðs sakir, sem áður var gert fyrir Krists skuld, í
anda Jesú og með hugarfari hans.
Ég trúi elcki, að við bíðum neilt tjón við það á
h'únni, þótl við frá Kristsdýrkuninni, sem nú er sva
almenn bæði í rikiskirkju og fríkirkju, hverfum til
Guðstrúar og Guðsdýrkunar. í prédikuninni er ekki
alt með feldu. Eg hefi nú árum saman hlustað á
tnarga slólræðuna, þar sern ekki var minst á Guð.
Bæn og söng, trú og tilbeiðslu — öllu var beint til
Jesú. Pað er eins og menn inegni ekki að skilja það,
sem ritningin segir um Guð, hinn eilífa, yfirnáttúr-
lega; og að þeir því láti sér nægja boðskapinn uim
Jesú, sem hefir lifað og starfað hér í heimi. Þannig
er nú og hinn sögulegi Jesús nýguðfræðinnar farinn
að koma í staðinn fyrir hinn yfirnáttúrlega Krist
gömlu trúarkenninganna, og er það mjög svo efa-
samur ávinningur. En er alt kemur til alls, sýnir
þetta, að tilíinningin fyrir veruleika Guðs og alstað-
arnávist hefir dofnað. Með því að dreifa sér milli
þrenningarinnar geta menn ekki einbeilt sér í trúnni
á hinn eina og alfullkomna, hinn eilífa Guð og alls-
valdanda, sem Jesús trúði á og tilbað einan saman.
En lítum nú á afleiðingar hinnar sögulegu þróun-
ar, sem lýst var, og hversu vér fyrir þær getum tengt
fagnaðarerindið við heimsskoðun og nienningu nú-
tímans.
Augljósasta afleiðingin af hinni nýju skoðun manna
á náttúrunni, sem heldur fram strangri orsakarnauð-
sjm, er eins og vér þegar höfum séð sú, að vér, úr
þvi að trúin á kraftaverkin er horfin, hljótum að ein-
skorða Hfssvið og sönnunarsvið trúarinnar jafnt og
guðfræðinnar við hið innra andlega líf einstaklingsins.
En þelta hefir það í för með sér, að trúin verður
andlegri og hefir rót sína í sjálfum manni, og mér
virðist þetta ekki neitt tjón, heldur ávinningur. Ef
vér viljum vera hreinskilnir, hljótum vér að viður-