Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 159
IBUNN
Ferhendur.
153
22. Og viö sem njótum víns i þeirra stað
á vori nýju hljótum síðar að
hníga í moid, en yflr okkur vín
þá ókúnnugir skenkja og drekka það.
23. Njótum því lífs vors fyrir heljar-haust,
er hrimgrár Dauðinn kallar flárri raust:
»Mold, hverf til moldar! víst helzt veizlan mín
án víns, án ljóðs og söngs, já, endalaust.
24. Til þess, sem dagsins þungar annir ber,
og þess, er fyrir næsta degi sér,
munkurinn kallar myrkum turni frá:
»Ó, mannfíll, laun ei færðu þar né hér!«
25. Sjá, helgir menn og heimspekingafjöld
um heima tvo þeir ræddu, en fengu í gjöld
fyrirlitning, falsspámanna laun;
um fleipurstungur vefst nú moldin köld.
2ö. Nei, fylgið Khayyam, fjasa látið þið
þá fjölvitringa, er kanna ókunn svið,
því eitt er víst, og annað lýgi en það,
að útdautt blóm ei raknar framar við.
27. Ungur sat ég inst í lielgra kór
og einnig heyrði lærðra rökin stór
með og mót, — að sama brunni bar,
ég brauzt út dyrnar söinu og inn um fór.
28. En sæði manvils sáði ég með þeim
og sjálfur reitinn plægði höndum tveim;
öll uppskeran af vinnu minni varð:
»Sem vatn ég kem, en hverf sem blær úr heim<c
29. V7ér vitum ei, af Iwerju og hvaðan teyma
oss hingað sköp sem regn um loftsins geima
— en brottu eins og storm er steðjar auðn,
er staðlaus blæs og tekur hvergi heima.