Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 163
SBUNN
Ferhendur.
157
53. Úr fyrsta leir þeir skópu inn hinsta hal,
þá hinstu uppskeruna jörðin fal:
Já, árið alda ritaði þá rún,
sem rökkur hinsta kveldsins þýða skal.
54. Já, fyr en sjöstjörnunnar sent var bál
og sjálíur Jupiter í blámans ál,
hið fagra vínlauf festi í leir þeim rót,
er forlög gáfu að bústað minni sál.
55. Til frændseminnar finnur nú mitt blóð;
cg fælist ekki munksins þunga hnjóð;
úr mér má kannske laga lykil þann,
sem lyki’ upp liurðinni, er stóðst ’ans hljóð.
56. Og það ég veit: hvorl sannleiksbálið ber
mér blessun ljóssins eða týnir mér,
að betri er geisli einn í glaðri krá
en guðshús myrkt, hvar enga birtu sér.
57. Og ei munt þú, sem veittir vínsins liud
á veginn minn og kveiktir mína girnd
og forlaganna þekkir þrauta-vef,
þólt ég hrasi — dæma það sem synd.
58. Þú, sem manninn skópst af sora sér
og sendir höggorminn að féllum vér,
æ, þrátt fyrir alla synd, er sverta’ oss kánn
sýndu oss náð, — vér fyrirgefum þér!
59. Hlustið nú enn. Ég hérna um kveldið var,
er halla tók að lokum föstunnar,
staddur í kerasmiðsins breiðu búð
og beið, — í kringum stóðu skálarnar.
€0. Skrítið var hið skorpna kera-lið,
skröfuðu sum, en önnur þögðu við.