Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 70
Em. Linderholm:
IÐUNN
■64
komlega gengið frá friðþægingarkenningunni fyrri en
hjá Anselm og seinni guðfræðingum. En oss hlýtur
kenning spámannanna og umfram alt boðskapur Jesú
sjálfs um Guð að vera fyrir mestu, það sem sker úr
og ræður úrslitum í þessu máli.
Með því, sem þegar er sagt, vil ég fyrir mitt leyti
ekki visa á bug öllu þvi, sem sagt verður um þján-
ingar og dauða Jesú frá sjónarmiði friðþægingarinn-
ar. Friðþægingin er ekki æðsta hugsjón Guðs eða
síðasti boðskapur hans til vor, heldur er friðþæging-
arhugmyndin vafalaust ein af æðstu og dýpstu og
jafnframt göfugustu hugsjónum mannlcynsins, því að
hún ber alvörunni í tilfinningunni um synd og sekt
vitni, en iðrunin, sektartilfinningin er aftur eina skil-
yrðið, sem Guð setur sem skilyrði fyrir »friðþæging-
unni«. Og iðrunin verður ekki gefin eflir, né heklur
nægst með, að annar í vorn stað sýni hana og að það
reiknist síðan oss til gildis. Þetla er ókristileg hugs-
un. Með dauða Krists hefir engin breyting orðið á
afstöðu vorri til Guðs. Mannlega talað hvílir reiði
hans yfir öllum, sem hafa mætur á og aðhafast það,
sem ilt er, en kærleikur hans og velþóknun á öllum,
sem iðrast þess af hjarta, er þeir hafa misgert, og
ástunda réttlætið. Guð er eins og hver önnur siðferði-
leg vera bæði strangur og gæzkuríkur. Og væri vel
farið, ef vér eins og forfeður vorir fengjum aftur
hina heilsusamlegu tilfinningu fyrir heilagleika Guðs
og siðferðilegu alvöru.
Ennfremur skal ég fúslega kannast við, að ég finn
til einskonar staðgöngu og fullnægingar í starfi Jesú,
sé þetta ekki skilið svo sem það eigi að mýkja Guð
og fá hann til þess að vera miskunnsaman og breyta
svo, sem menn kynnu að búast við af hinni lítilmót-
legustu manneskju: að fyrirgefa án nokkurrar yfir-
bótar. Sú réttlætiskrafa gerir vart við sig í hvers
manns samvizku og réttarmeðvitund, sem sér og