Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 38
32
Em. Linderholm:
IÐUNN
Gamla testamentisins, uppruna hans í Síðgyðingdómi
og þróun hans alt til vorra daga.
Þetla hefir fyrsl og fremst kipt fótunum undan
trúnni á yfirnáttúrlega opinberun. Því að jafnvel hér
hefir hin fjörgandi, huggunarríka hugmynd um fram-
þróunina látið til sín taka. Það sem áður var Iitið
á bæði í biblíunni og trúarkenningunni svo sem það
væri gefið og kunngert fyrir kraftaverk og guðlega
opinberun, og því var talið fullgert og fullkoniið frá
upphafi vega sinna — eins og t. d. hið svonefnda
Móse-lögmá! og kenningin um Krist — er nú talið
árangurinn af langri, oft og einatt mjög flókinni sið-
ferðilegri og trúarlegri þróun, sem orðið hefir fyrir
áhrifum og tekið ýmislegt að láni utan Gyðingdóms
og kristinnar trúar. Áhrif þessi verða meira að segja
svo sterk að lokum, að svo má segja, að höfuð-
kenning krislindómsins sé hellensk, og að hún innan
hinnar ströngu, gyðinglegu eingyðistrúar hafi gjör-
breytt blænum á hinu einfalda fagnaðarerindi Jesú.
Það er þessi breyting, er þegar var byrjuð í frum-
kristninni, sem gerir manni það svo erfilt og því
nær ómögulegt að gera út • um það i hverju smá-
atriði, hvað Jesús hafi sagt og hvað hann hafi ekki
sagt. Svo mikið er víst, að heildarmynd Jóhannesar-
guðspjallsins af Jesú er öðruvísi en þriggja fyrstu,
samstæðilegu guðspjallanna. Það er ógjörningur að
draga með fullkominni vissu markalínuna milli þess,
sem Jesús hefir sagt og höf. segir. Og jafnvel í sam-
stæðilegu guðspjöllunum hefir kenning frumkristn-
innar um Krist haft mikil áhrif, sérstaklega á vitnis-
burð Jesú urn sjálfan hann sem guðs son og manns-
ins son. En fyrir þetta ber æ meir og meir á Mess-
íasar-kröfunni og Messiasar-starfseminni, þangað til
Jesús verður, eins og sjá má af Opinberunarbókinni,
að dómara himins og jarðar, og sjálfur að aðalefni
fagnaðarerindisins, sem komandi kynslóðum ber að