Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 55
sðunn'
Frá krcddutrúnni til fagnaðarerindisins.
49
jþeir ekki heldur láta sannfærast, þótt einhver rísi
upp frá dauðum.« (Lúk. 16, 31). Eða það sem segir í
Matt. 7, 2i—23 [en hefir dottið úr ísl. biblíuþýðing-
unni]: »Ekki eru það kraftaverkin, heldur breylnin
•e/tir Guðs boðum, sem opnar mönnum hlið himna-
rikisK.
Við sáum það á hinu sögulega yfirliti, hvers vegna
kenningin um hina yfirnáttúrlegu opinberun hlaut að
falla. þelta heíir þó ekki heldur haft neinn missi í
för með sér, því að í stað hennar er kominn dýpri
og andlegri skilningur á opinberuninni. Opinberunin
verður engu óverulegri fyrir þelta; menn telja ekki
iengur allskonar ytri kynjar né heldur sérkennileg
eða' sjúkleg sálar- og líkamsástönd til hinnar réttu
og eiginlegu undirstöðu opinberunarinnar, heldur
-verður hið helgaða innra líf hinna miklu trúarhöf-
unda, hugsun þeirra, tilfinning og viljaval að starf-
færi opinberunarinnar. Þótt nú sálarlíf þessara and-
legu mikilmenna hafi til forna og samkvæmt hinum
almennu lögmálum sálarlífsins lýst sér í því, að þeir
urðu frá sér numdir, sáu sýnir og heyrðu raddir,
þá er þetta ekki annað en trúar- og tímabundin út-
•rás þess, sem þegar var farið að gera vart við sig í
sálardjúpi þeirra.
Þá er kraftur bœnarinnar slcertur, að svo miklu
leyti sem menn halda eða hafa haldið, að Guð fyrir
hana kunni að grípa inn í viðburðarásina, til þess
að koma þeim gagnlegu viðburðum, er menn kunna
að óska sjálfum sér og öðrum til handa, i fram-
kvæmd í veruleikanum. Aftur á móti er ekki kraft-
ur bæna þeirra eða fyrirbæna skertur, er hafa ein-
hverja breytingu á liinu innra siðferðilega og per-
sónulega Íífi manna að markmiði, en þar er nóg
svigrúm fyrir hið stælandi aíl trúarinnar. Og um-
fram alt er kraftur hinna háleitustu bæna í engu
skertur, en þær eru ekki í öðru fólgnar en kyrlátri
Iðunn VII. 4