Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 145
IÐUNíi
Fórn frúatlnflar.
139
óboðinn án þess einu sinni að berja að dyrura og
að liann væri svona nærgöngull. Hún ætlar að rísa
á ísetur, en hann heldur henni niðri. Og í vauninni
er hún ráðþrola og magnstoia. það er undarlegt, en
hún er eins og háUíegin.
Hún finnur svolitla vinlykl af honum; rómurinn
er styrkur, en þó dapurlegur, ömurlega hægur og
dapuriegur.
— Að þú skyldir svíkja mig, Molly? Hvernig gaztu
fengið af þér að svíkja mig svona í trygðum? — Hann
leggur kinn sína við vanga hennar.
— Sleptu mér, Reynir. E*ú ert fullur. Farðu út. Til
hvers komstu eiginlega? —
— Vertu nú ekki að þessu, Molly. Hættu nú einu-
sinni að leika, bara í kvöid. Sjáðu til, það er dimt,
þaö sér enginn lil okkar. Hvað á það að þ5Tða að
vera að kasta ryki í augun á sjálfum sér? Maður
grælur það hvort sem er úr þeim, fyr eða síðar. I5ú
heldur, að ég sé fullur, en það er vitleysa. Kg er
ekki einusinni kendur af víni, Molly, — en, ég er
fullur af sorg. Hvernig gaztu fengið af þér að svíkja
mig, Molly? Því þú veizt, að þú elskar mig. í 6 ár
hefir þú elskað mig. Þú ert sama sem gift. Þér er
óhælt að kannast við það. Eg er kominn í gröfina.
Þá gröf hefir þú grafið mér sjálf, Molly. Þú helir
grafið hana brosandi, þessi 6 ár, sem þú hefir fótuin
troðið ást inína og ofan á mig hefir þú dyngt föln-
uðum blómum svikinna vona.
Og samt hefir þú altaf elskað mig. En ég vissi
bara ekki af þvi. Sjáðu tii, ég skal segja þér, hvernig
þú komst upp um þig. í fyrsla skifti eftir að þú
trúlofaðisl, — ég vissi hvenær þú trúlofaðist — það
var á gnmuballi og »kendiríí« í Iðnó — og í fyrsta
skifti, er þú mættir mér eftir það, þá gleymdir þú
að skœla þig í fratnan. Þá leizt þú undan og roðn-
aðir. Það hafðir þú aldrei gert áður. En þú skamm-