Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 165
IÐUNN
Ferhendur.
159
68. Og jafnvel u[>p af moldum mínum pá
svo mögnuð vínsins angan stafa má,
að MosQjm-sinni, er gengi mina gröf,
liann gengi saklaus viti sínu frá.
69. Mér varð ei dýrkun goða minna góð,
ég glataði frægð, en vann mér allra hnjóö,
því æru eg drekti i vinsins skýrri skál,
en skifti á góðri afspurn fyrir ljóð.
70. Um iðrun valdi eg orðin voða stór.
— Var ég alsgáður, er ég pvílíkt sór?
Og svo kom vor og bar mér rauða rós,
en rotin yfirbót i tætfur fór.
71. Pólt frægð og heiðri firti vin — mér tamt,
mér finst pó oft, að kaupin gangi ei jafnt,
að sá er drúfu-blóð við baug mér gaf
hann búi æ við skerðan hlutinn samt.
72. Æ, sárt hve visna rósir skjótt í reit
og rata í gleymsku vorljóð kærleiks heit.
Sjá, náttgalinn, er ljóðar limi i,
hann líður brott. En hvert? Pað enginn veit. —
73. Æ, ást, ef forlög lélu oss lið silt fá
svo lögum breyta mætti’ er alheim pjá,
við mundum svifta þeim og semja ný,
er svöluðu vorri hjartans instu þrá.
74 Æ, yndið mitt, á sinni bláu braut
nú blikar máninn, ofl í garðsins skraut
hann skygnast mun og finna ei framar par
pinn fallna vin og horfna drykkjunaut.
75. Er mána í skini mjaðarkerið pitt
pú milli gesta berð, svo hver fær sitt,
æ, feginsboði, er sérðu sætið autt
er sat ég, — hvolfdu úr skál í leiðið mitt!
Eyjólfur J. Melan p>jddi.