Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 84
78
Eni. Einderholm:
IÐUNNf
í þinginu (þ. e. rikisþinginu sænska) virðast vilja>
bafa slíka kristindómsfræðslu.
Og víst er um það, að slík óhlutdræg og söguleg
kristindómsfræðsla mun ryðja ser æ meir og meir
til rúms, hvort sem kirkjunni líkar það betur eða
ver. En þetta mun bafa það í för með sér, að kirkj-
an kemst eklci hjá því að taka þau viðfangsefni til
athugunar, sem hér hefir verið bent á, bæði í pré-
dikun sinni og guðsþjónustu. það getur ekki liðið á>
löngu, áður en kirkjunnar þjónar standa andspænis.
ungri, uppvaxandi kynslóð, er bæði í barnaskólum
og æðri skólum hafa áunnið sér þá þekkingu á bibl-
íunni og trúarkenningunum, sem ásamt þekkingu,
hennar á náttúrunni gerir það að verkum, að hún
getur ekki liðið gömlu prédikunina. Vér stefnum a&-
algerlega nýju trúarástandi, sem einnig kippir fótun-
um undan hinum gömlu ilokkadráttum innan kirkj—
unnar, er allir hvíldu á hinni mismunandi túlkun.
manna á gömlu trúarkenningunum og hinni bók-
staflegu innblásturs-kenningu.
Mikil og erfið eru þau viðfangsefni, sem guðfræð-
inni og kirkjunni er ætlað að glíma við nú á kom-
andi liinum. Verst er, að menn skuli vera svo óviss-
ir og ósáttir um, hvað telja beri evangeliskan krist-
indóm. Hér er alt á hverfanda hveli. Aðferð sú, sem
nýguðfræðin hefir notað, að halda gömlu orðatil-
tækjunum, en leggja í þau nýja merkingu, sem söfn-
uðurinn naumast skilur og guðfræðingarnir eru ekki
sjálfir ásáttir um, tjáir ekki lengur. Iiér tjá ekki
Jengur neinar ílækjur eða vífilengjur. Hér verður alt
að vera hreint og afdráttarlaust.
Ef menn með orðinu »kredda« eða trúarkenning
eiga við gagnhugsaða og skýra kristilega skoðun, þá
þurfum vér á nýrri trúarkenningu að halda uppeld-
isins vegna. En þar sem forfeður vorir á siðaskifta-
tímunum þótlust þurfa að skapa sér nýja trúarjátn-