Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 64
'58
Em. Linderliolm:
IÐUNN
lit af þeirri ómetanlegu andans gjöf, er honum hlotn-
^ðist í skirninni (sbr. Róm. 1, 3). En það er ekkert
dulrænt í þessari skýringu, eins og í frásögninni um
fainn yfirnáttúrlega getnað; að maður fyllist anda-
gift kemur þráfaldlega fyrir í veruleikanum á sviði
siðferðis- og trúarlífsins.
Fáir hafa gert sér hugmynd um, hversu stórkost-
3ega mikið trúarlegt gildi er samfara skoðuninni og
fullvissunni um, að Jesús hafi verið maður, en ekki
guð. í rauninni er það svo, að með kenningunni
um hinn yfirnátlúrlega getnað og guðdóm Jesú fjar-
lægist hann meir og meir hugi nútíðarmanna eins
og raunar líka hugi fortíðarmannanna. Og þelta er
okki nema eðlilegt. Vitsmunahæfileikar vorir verða
þá alt öðruvísi en hans, afstaða vor til Guðs alt
önnur, og vér höfum þá hvorki hið siðferðilega aíl
hans né vald yfir náttúrunni. Og hafi hann í jarðlífi
sinu að eins verið dulbúinn guð, gat freistingin auð-
vitað aldrei náð neinum verulegum tökum á honum.
Hún gat ekki leitt hann né tælt afvega. En fyrir
bragðið hlaut hann að bresta skilning á hinni virki-
legu afstöðu vorri til hennar; liann gat þá ekki gert
neinar réttmætar siðferðiskröfur til vor, fordæmi hans
gat ekki á neinn hátt skuldbundið oss og hið heil-
aga líferni hans hafði þá ekki minstu þýðingu fyrir
mannkynið. Sé trúarkenningin rétt, verður hann og
við gagn-ólíkar og ósambærilegar verur.
Hafi Jesús aftur á móti verið einn af oss og raun-
verulegur maður, þá hefir það tvennskonar, mjög af-
drifamiklar afleiðingar. Því að slík trúarskoðun hefir
bæði í för með sér mikla huggun og auk þess miklu
dýpri ábyrgðartilfinningu og siðferðiskröfu.
Skoðun þessi hefir fyrst og fremst undraverða
iiuggun í för með sér. Hann er einn af oss og heíir
þó getað lifað svo dásainlegu lífi. Hann er einn af
oss og hefir þó verið fær um að flytja oss slíka