Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 28
22
Era. Einderholm:
IÐUNN
fullkomlega hreinskilnir í máli sínu, og þeim verður
að skiljast, að það er ávinningur, að aðrir séu jafn-
hreinskilnir. Alvarlegir, hugsandi menn eru nú orðnir
verulega þreyttir á undanbrögðum guðfræðinganna
og því, hversu þeir eru ófúsir á að láta til skarar
skriða. Menn láta sér ekki lengur nægja, þótl það
sé í góðri meiningu gert, tvíræða túlkun hinna gömlu
trúarsetninga og það því síður sem þær eru yfirleitl
fyllilega ljósar. Og ekki er lieldur lengur spurt um
hin og þessi atriði i gamla trúarkeríinu, heldur um
trúarkerfið í heild sinni og um nj7tl, verulega einfalt
trúarlegt sjónarmið, er sýnir, hversu lílið gildi hin
gamla umþráttaða trúarkenning liefir fyrir trúartil-
finninguna.
Það sem tíminn þráir, er mikil, ný siðbót í líkingu
við trúarboðskap Jesú i Síðgyðingdóminum og trú-
arskoðun Lúlhers á síðari hluta miðalda, er geri
trúna hvorttveggja í senn, bæði einfaldari og dýpri.
Mikið hefir verið talað um nýjan, mikinn spámann
og það í orðum, sem þvi nær gefa í skyn, að menn
búist við einhverjum nýjum Kristi. Eg er ekki mjög
trúaður á það. En ég hygg, að mikið væri unnið
við það, að hverfa aftur til hins gamla Ivrists, og ég
hygg, að það mundi hafa algjörða trúarlega byltingu
í för með sér, ef vér liver og einn gerðum oss fylli-
lega ljósl, hverju vér í raun og veru getum trúað, og
erum reiðubúnir lil þess að fylgja því Ijósi, setn vér
þegar eigum.
í raun réttri er hin mikla úrlausn þegar í aðsigi.
í þögn og kyrð hefir stórvægileg breyting þegar átt
sér stað. Meðal hugsandi, trúaðra leikmanna hafa
menn þegar, án þess að bíða eftir seinfærum, hug-
deigum prestum og guðfræðingum, brotið sér braut
til nýrrar, einfaldari kristinnar trúar, þar sem menn
hafa öðlast djúpan skilning á því eina nauðsynlega;
og þessi þróun trúarinnar kemur að nokkru leyti