Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 158
152
Omar Khayyam:
IÐUNN
þeir hurfu i mold, en gröf að gulli þó
ei gerði þá, — menn leita ei eftir þeim.
1G. Gáðu að lífsins greiðasölu staö:
Par gestir kveðja, en nýir þyrpast að.
Hver soldáninn af öðrum sitt við skraut
þar situr stund og má svo kveðja það.
17. Peir segja að ljón og eðla uni þar,
sem áður Jamshýd tæmdi skálarnar.')
en villiasninn gengur Brahams gröf1 2)
og getur hann ei tælt á veiðarnar.
18. Oft finst mér þar sem rautt grær rósastóð,
að runniö haíi forðum konungs blóð,
að sérhver lilja, sem um garðinn grær,
sé gull-lokkur, er áður prýddi lljóð.
19. Æ, bældu létt liin ljúfu veiku slrá,
sem lifsins njóta íljótsbökkunum á;
þú veizt ei upp af hvaða yndisvör
þau áður spruttu’ og næring sína fá.
20. Æ, vina, fyll þá skál, er friðar sár
og fælir iðran brott og kvíðans tár.
Á morgun? Kannske á morgun verðum við
á vist með þeim, er sváfu í þúsund ár.
21. Sjá, vinir þeir, sem hjartað hafði kært
og hérna með oss drukku vínið skært,
nú fyrir skömmu skál sína hafa tæmt
og skundað brott til hvíldar, — sofa vært.
1) P. e. Persepolis, einnig nefnd Takt'i Jamshýd — hásæli Jamshýds>
A konungur þessi, að þvi er sögur segja, að liala reist borgína. Alex-
ander mikli eyddi lienni árið 330 f. Kr.
2) Braliam Gúr — Braham villiasnans sassanianskur konungur. Ilann
fórst i kviksyndi, er liann elti villiasna.