Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 68
62
Em. Linderholm:
1ÐUNI«
eins og fyrir er mælt í lögmálinu. Þannig stóðu æðri
og lægri skoðunin ósamræmdar hlið við hlið. (Sjá
Sálmana 51, 20—21.)
4.) Jesús tekur að etja á móti fórnsiðum Siðgyð-
ingdómsins, en heldur fram skoðun spámannanna.
Hann fórnar aldrei. Þunglega ámælir hann þeim, sem
vanrækja siðferðilega skyldu sína til þess að geta
gefið fórnargjöf (Korlean). Og í Matt. 9, 13 hefur
hann upp orð Hosea: Miskunnsemi þrái ég, en ekkt
fórn. Og alstaðar er Jesús sjálfum sér samkvæmur,
þar sem hann lýsir Guði sem hinum miskunnsama.
himneska föður, er eigi að vera oss lil fyrirmyndar,.
þar sem alt sé undir því komið, að vér elskum með-
bræður vora og fyrirgefum þeim, jafnvel óvinum vor-
um. Sjá Matt. 5, 43 — 48. En skýrast og ýtarlegast
hefir Jesús lýst Guði og leiðinni til lausnar í líking-
unni um glataða soninn, sem með sanni hefir verið
nefnd jagnaðarerindið í jagnaðarerindinu. Þar sjáum
vér liið raunverulega og þó alvarlega skilyrði, er
Jesús setur fyrir frelsuninni: iðrun og bæn til Guðs
um fyrirgefningu og einlægan vilja á því að fyrir-
gefa öðruin (Matt. 18, 21—35, en einkum 32). Þar er
ekki, eins og í hinum arfgeDgu kenningum kirkj-
unnar, drepið einu orði á fullnægingu eða friðþægj-
andi fórndauða þriðja manns og allra sízt fórndauðæ
Jesú sjálfs.
Þann Guð og föður, sem Jesús hefir lýst fyrir oss,.
þarf ekki að blíðka eða mýkja á sama hált og guði
heiðingjanna með blóðugum fórnum. Þetta er einmitt.
það óumræðilega háleita í lýsingu Jesú á Guði og
samneyti því við Guð, sem liann reyndi að kenna.
lærisveinum sínum, að það er fólgið í hinu fullkomn-
asta trúnaðartrausti, sem er ósamrýmanlegt þeirri
hugsun, að menn verði að blíðka Guð með fórnum,
því að henni er jafnan samfara hræðslan og óvissati.
um, að fórnin beri nokkurn árangur. Fórnin er eins-