Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 77
íÐUNN Frá kreddutrúnni til fagnaöarerindisins. 71
öllu og miskunnar sig yfir alla þá, sem snúa sér til
lians af iðrandi hjarta, fúsir til þess að gera það i
krafti anda hans, sem kærleikur og réttlæti krefjast,
fullvissir um hið óendanlega verðmæti sálarinnar og
allra mannlegra sálna. En með þessu er líka bent á
hina einföldu leið til lausnar. ,
Og með þessu hafa rnenn einnig fengið fullan
skilning á hinu ævarandi gildi Jesú sjálfs. Guði
þóknaðist að opinhera sig honurn betur en nokkur-
um öðrum. Það er að eins fyrir vitnisburð Jesú, á
grundvelli hans innra lífs með Guði, að vér þekkj-
um Guð sem föður vorn. Jesús hefir útvegað oss
kristnum mönnum fullvissuna um Guð. Og þá er
vér nú reynum að afla oss vissunnar um Guð, þá
ieitum vér alla-jafna til vitnisburðar Jesú og styðj-
nmst við hans innra líf með Guði. Innra samfélag
við Guð í andanum, sem Jesús heíir kent oss, er
hverjum lifandi kristnum manni nauðsynlegt. En
jafnframt verðum vér að geta sannfært oss um gæzku
Guðs, kærleika og réttlæti af öðru en voru eigin lífi.
Og hvergi sannfærumst vér betur um þetta en hjá
Jesú. Enginn miðlar oss slíku andlegu, lífgandi og
stælandi afli sem hann. Styrkur Krists og eigin van-
máttur vor varðveita sambandið við hann og við
sáluhjálparkenningar biblíunnar. Og þeim megum
vér ekki glata. En þetta er, hvernig sem á það er
litið, annað en að gera Jesúm Krist að Guði og til-
‘biðja hann. Það stríðir beint á móti hans eigin
•orðum.
Það er nú ljóst af þvi, sem hér hefir verið tekið
fram, og stakkaskiftum þeim, sem kristindómurinn
•hefir tekið í sögunni, að þetta hefir í för með sér
hvorki meira né minna en trúarlega byltingu, nýja
siðbót. Hennar tími mun og koma undir eins og
hugsanir þær og trúarreynsla sú, sem menn liafa
áunnið sér með svo miklum erfiðismunum síðustu