Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 83
sðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
77
«m uppi, að ekki eigi að neyta kvöldmáltíðarinnar
um hámessu og við hábjartan dag, heldur beri að
neyta hennar við ljós að kvöldi. Og hinum kynlegu
úthlutunarorðum: »Krists líkami, útgeflnn fyrir þig,
— Krists blóð, úthelt fyrir þig« ætti undir eins að
breyta í evangeliskan frelsunarboðskap með orðun-
um: »Krists likami var útgefmn fyrir þig og Krists
blóði var úthelt fyrir þig«. Þetta eru engir galdrar,
heldur »fagnaðarboðskapur«, svo að vér mælum
Lúthers máli.
Þá er í þriðja lagi nauðsynlegt, að kristindóms-
jrœðslunni í skólunum og sérstaklega í barnaskólun-
um sé gjörbregtt. Það má telja það slys, að menn
nú á síðari árum (í Svíaríki) skuli hafa verið að
vinna að því að búa til nýtt kver og þó ekki nýtt,
því að öllum gömlu trúarkenningunum og meiru til
hefir verið smeygt inn í það. Menn hefðu þó átt að
láta sér skiljast, að dagar gömlu trúarkenninganna
og þá líka kversins eru að lokum taldir.
Það sem vér þörfnumst, það sem tíminn krefst og
það sem vér á þessum umbrotatímum og breytinga
í trú og guðfræði verðum að láta oss nægja er sögu-
legur leiðarvísir í GI. og Nýja testamentinu. Og kenslu-
bók þessa ætti hvorki að kalla bibíusögur né kver
á gamla vísu né heldur ætti hún að teljast hlutlaus
um trúmálin. Hún ætti blátt áfram að vera samin
á öruggum visindalegum grundvelli svo sem hver
önnur kenslubók í veraldlegum fræðum og því ætti
onginn guðfræðingur eða siðameislari að semja hana.
Bók þessi ætti ekki heldur að vera saga Gyðinga,
heldur saga biblíutrúarbragðanna og ætti sérstaklega
að ræða um það og útlista, sem á hverju tímabili
hefði lyft trúnni á æðra stig þróunarinnar og hefði
því verulegt trúarlegt gildi. Hitt ætti að geyma full-
orðinsárunum og þroskaðri íhugun. Ber að minnast
iþess með þakklæti, að jafnvel hinir róttækustu menn